Blindrafélagið á Menningarnótt í Reykjavík

Menningarnótt í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Að vanda er fjölbreytt menningardagskrá í boði víðsvegar um borgina og líf og fjör í miðbænum.

Á 80 ára afmælisári félagsins verður Blindrafélagið heiðursgestur Reykjavíkurborgar á Menningarnótt. Við munum leggja undir okkur Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þar sem í boði verða fjölbreytt og spennandi atriði frá klukkan 14:00 og fram eftir degi. Myndlist og tónlist verða áberandi þar sem listamen innan okkar raða verða í aðalhlutverki og ýmislegt fleira verður um að vera í Tjarnarsalnum.

Sjáumst á Menningarnótt.

Sigþór U. Hallfreðsson.
Formaður.