Blindrafélagið á Menningarnótt í Reykjavík

Blindrafélagið er sérstakur heiðursgestur Reykjavíkurborgar á menningarnótt í tilefni 80 ára afmæli félagsins. Boðið verður upp á sérstaka dagskrá frá Blindrafélaginu í ráðhúsinu á laugardaginn 24. ágúst.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setur dagskránna klukkan 14:00.

Guðvarður B. Birgisson, Ólöf Valdimarsdóttir og Rut Rebekka Sigurjónsdóttir eru öll félagsmenn í Blindrafélaginu og verða með verk til sýnis.

Kynning verður á leiðsöguhundum, hjálpartækjum og vörum Blindravinnustofunnar auk þess sem að boðið verður upp á þrautagöngu.

Félagsmenn sjá um tónlistina en það verða Eyþór Kamban Þrastarson, Haraldur Gunnar Hjálmarsson, Iva Marin Adrichem, Kaisu Hynninen og Theódór Helgi Kristinsson sem flytja tónlist.

Klukkan 16:15 hefjast tónleikar þar sem félagsmenn koma fram og flytja eigin tónsmíðar:
• Sölvi Kolbeinsson á saxafón með píanó undirleik Hlyns Þórs Agnarssonar.
• Gísli Helgasson og hljómsveit.
• Hlynur Þór Agnarsson og hljómsveit.
• Már Gunnarsson og hljómsveit.

Dagskráin verður í Tjarnarsal í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargata 11 í 101 Reykjavík og hefst eins og áður segir klukkan 14:00. Við hvetjum félagsmenn að mæta með vini og ættingja í Tjarnasalinn á menningarnótt.

Hægt er að lesa meira um hvað er að gerast á Menningarnótt á vefnum menningarnott.is.