Bókmenntaklúbburinn

Kæru félagar.

Bókmenntaklúbburinn hefst aftur af fullum krafti þriðjudaginn 17. september. Við byrjum klukkan tuttugu mínútum fyrir fjögur og hættum klukkan tíu mínútum yfir fimm.

Fyrsta bókin sem við ætlum að lesa saman er Hin ósýnilegu, sem er norsk skáldsaga eftir Roy Jacobsen, Jón St. Kristjánsson þýddi

Ég vonast eftir að sjá gömlu félagana og að sjálfsögðu eru Nýliðar í klúbbinn innilega velkomnir.

Kær kveðja,
Brynja Arthúrsdóttir