Bókmenntaklúbburinn - Afmælis viðburður

Bókmenntaklúbbur Blindrafélagsins átti fimmtán ára afmæli 16. nóvember sl. á degi íslenskrar tungu.

Í tilefni af þessum tímamótum munum við gera okkur glaðan dag þriðjudaginn 3. desember klukkan fjögur en þá mun Auður Jónsdóttir rithöfundurkoma og lesa upp úr nýjustu bók sinni “Tilfinningabyltingunni”.

Ég vonast til að sem flestir klúbbfélagar mæti og Allir aðrir félagsmenn og gestir þeirra eru velkomnir á þennan viðburð.

Kær kveðja.
Brynja Arthúrsdóttir.