Dagur Hvíta stafsins - opið hús

 

Í tilefni af degi hvíta stafsins þann 15. október nk. verður opið hús hjá Blindrafélaginu og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu í Hamrahlíð 17 á 2. hæð kl. 13:00-16:00.


Dagskrá:
• Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins, heldur ávarp
• Erindi frá Eyþóri Kamban Þrastarsyni, Halldóri Sævari Guðbergssyni og Völu Jónu Garðarsdóttur um hvíta stafinn
• Opinn hljóðnemi þar sem fólki gefst tækifæri á að miðla reynslu sinni
• Tónlistaratriði frá Hlyni Þór Agnarssyni og Haraldi Hjálmarssyni
• Margrét María Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvarinnar, heldur ávarp
• Umferliskennarar sýna mismunandi gerðir af hvítum stöfum og bjóða upp á að prófa að ganga með staf
• Notendur hvíta stafsins geta látið yfirfara stafinn sinn eða fengið nýjan
• Kynning á punktaletri og gefinn kostur á að skrifa punktaletur
• Kynning á tölvutengdum hjálpartækjum
• Kynning á sjónhjálpartækjum og öðrum hjálpartækjum
• Leiðsöguhundaþjálfari kynnir og sýnir leiðsöguhund, þeir sem vilja geta prófað að ganga með hundinn í beisli

Boðið er upp á veitingar í sal Blindrafélagsins á 2. hæð.
Allir velkomnir