Félagsfundur

Stjórn Blindrafélagsins boðar til félagsfundar fimmtudaginn 25. febrúar kl. 17:00.

Fundurinn mun fara fram í gegnum fjarfundar hugbúnaðinn Zoom og í útsendingu í Vefvarpinu undir liðnum "Efni frá Blindrafélaginu" og "Bein útsending úr sal félagsins". Hlekkur til að tengjast fundinum á Zoom verður sendur með Fréttabréfi félagsins.


Á fundinum mun aðgengisteymi Blindrafélagsins gera grein fyrir þeim fjölþættu aðgengis verkefnum sem teymið vinnur að. Aðgengisteymið skipa Baldur Snær Sigurðsson, Eyþór Kamban Þrastarson og Hlynur Þór Agnarsson.

Dagskrá fundarins:

  1. Fundarsetning.
  2. Kynning viðstaddra.
  3. Kosning starfsmanna fundarins.
  4. Afgreiðsla fundargerðar seinasta félagsfundar. 
  5. Yfirferð aðgengisverkefna Blindrafélagsins: Aðgengisteymið skipa Baldur Snær Sigurðsson, Eyþór Kamban Þrastarson og Hlynur Þór Agnarsson.
  6. Önnur mál.
  7. Fundarslit.

Hægt er að lesa fundargerð síðasta félagsfundar á heimasíðu Blindrafélagsins, í Fréttabréfi félagsins eða hlusta á hana í Vefvarpinu undir liðnum "Efni frá Blindrafélaginu" og "Efni vegna félagsfunda".