Ferðakynning á ferð til Portúgal og pöbbkviss kvöld hjá Blindrafélaginu.

 

Föstudaginn 23. september kl. 17:00 munu ferðaþyrstir félagsmenn í Blindrafélaginu og skemmtinefnd standa fyrir ferðakynningu. Blindrafélagið er að skipuleggja ferð til Portúgal 17. til 24. apríl 2023 í samvinnu við ferðaskrifstofuna Betri ferðir.
Lilja Hilmarsdóttir einn eiganda ferðaskrifstofunnar hefur unnið að skipulagningu ferðarinnar í samvinnu við okkur. Lilja mun mæta á fundinn og leggja fram ferðaplan og hugmyndir að verði. Búið er að taka frá 40 sæti í flugi með Play og einnig er búið að taka frá hótel.

Eftir ferðakynninguna mun grillvagninn koma og grilla fyrir okkur hamborgara og franskar. Að mat loknum mun Dagbjört Andrésdóttir, félagsmaður í Blindrafélaginu, stýra léttum spurningaleik, svokölluðu pöbbkviss. Hópnum verður skipt upp í fjögurra manna lið.

Verð á miða er kr. 2500 og fer skráning fram á skrifstofu Blindrafélagsins í síma
525 0000 eða á netfangið afgreidsla@blind.is.
Greitt er við skráningu.
 
Góð tilboð á barnum á bjór og léttvíni.
Við viljum hvetja félagsmenn til að skrá sig á viðburðinn því löngu er orðið tímabært að við komum saman og skemmtum okkur eftir löng samkomubönn heimsfaraldursins.

Skemmtinefnd og þyrstir ferðafélagar í Blindrafélaginu