Október er mánuður sjónverndar hjá Lions og þá hafa Lionsfélagar unnið að sjónvernd og staðið fyrir fræðslu um augnsjúkdóma og blindu.
Nú bjóða þeir upp á fræðsluerindi í samvinnu við Blindrafélagið fimmtudaginn 31. október kl. 16:00-17:30 í húsi Blindrafélagsins Hamrahlíð 17.
Prófessor Einar Stefánsson kynnir nýjungar á sviði augnlækninga:
Augndropar í stað stungunála.
30 ára vísindasamstarf Einars og Þorsteins Lofssonar.
Einar Stefánsson lauk læknanámi frá Háskóla Íslands og doktorsgráðu í lífeðlisfræði frá Duke University árið 1981 og síðan dvalanámi hjá Duke. Prófessor emeritus og fyrrverandi formaður augnlækna, varaforseti og deildarforseti læknadeildar Háskóla Íslands frá 1988. Einar hefur stofnað nokkur sprotafyrirtæki, þar á meðal Oculus SA, Oxymap ehf og Risk ehf.
Allir velkomnir.