Fræðsluerindi um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Miðvikudaginn 22. maí býður stjórn Blindrafélagsins til fræðslufundar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og samþættingu þeirra við stefnumörkum félagasamtaka sem starfa í almannaþágu.

Fundurinn verður í salnum á annarri hæð í Hamrahlíð 17, klukkan 17:00. Í framsöguerindum verður fjallað um heimsmarkmiðin almennt, um beitingu þeirra við stefnumörkum félagasamtaka og samhengið við sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF).

Fyrirlesarar verða Harpa Júlíusdóttir frá Félagi sameinuðu þjóðanna og Þóra Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri Ás styrktarfélags.