Þá er komið að því að skella sér í smá haustferðalag!
Við breytum dálítið til og í þetta skiptið verður lagt af stað stundvíslega kl. 11.00 frá Hamrahlíð 17
Keyrt eins og land liggur í Borgarnes á kaffihúsið Blómasetrið þar sem við fáum kaffi, kleinu og ástarpung.
Eftir kaffisopann leggjum við af stað í Norska húsið í Stykkishólmi, þar sem formaðurinn okkar hann Sigþór mun taka á móti okkur og hafa smá tölu um sögu hússins.
Ef tími gefst tökum við síðan smá rúnt um bæinn og höldum síðan af stað að Miðhrauni þar sem við fáum dýrindis lambasteik og franska súkkulaðiköku í eftirrétt
Kvöldverðurinn kostar 10.990 kr. á mann, annað er innifalið í ferðinni.
Skráning er hafin á skrifstofu félagsins, með því að senda póst á afgreidsla@blind.is og í síma 525-0000. Skráningu lýkur á hádegi mánudaginn 20. október.