Haustferð Opna hússins

Föstudaginn 20. september fer Opna húsið í sína árlegu haustferð. Lagt verður af stað frá Hamrahlíð 17 klukkan 14.00 og gert ráð fyrir að koma þangað aftur eftir klukkan 21.00 um kvöldið. Þátttakendur þurfa aðeins að borga fyrir kvöldverð.

Ferðinni er heitið í Borgarfjörðin og Norðurárdalinn, stoppað verður í kaffi í Borgarnesi áður en farið verður í kynningu og bjórsmökkun á brugghúsinu Steðja. Frá Steðja munum við fara á Hótel Bifröst að snæða tveggja rétta kvöldverð, lambamjöðm og meðlæti ásamt kökusneið og kaffi í eftirrétt. Þeir sem vilja geta beðið um fisk í stað lambakjöts við skráningu í ferðina. Kvöldverðurinn kostar 4.900 krónur.

Skráning er hafin á skrifstofu félagsins og í síma 525-0000. Skráningu lýkur fimmtudaginn 12. september.
Vonandi kemst þú að eyða með okkur skemmtilegum degi í góðum félagsskap.

Hjalti Sigurðsson,
Félagsmálafulltrúi