Jóla Opið hús

Blindrafélagið stendur fyrir Opnu húsi laugardaginn 15. desember nk. og hefst það að vanda kl. 11.00. Gestir Opna hússins að þessu sinni verða Björk Vilhelmsdóttir, félagsráðgjafi og hljómsveitin Baggalútur.
 
Klukkan 11:00 byrjar dagskráin með skemmtilegu erindi Bjarkar - ,Frá Blönduósi til Bethlehem, af lífi og jólahaldi frá ýmsum stöðum’. Um kl. 12:00 verður borið fram hangikjöt með öllu tilheyrandi og kostar máltíðin aðeins 1000 kr. Að hádegisverði loknum mætir hljómsveitin Baggalútur með sína ljúfu tónlist sem mun koma öllum í jólaskapið og gott betur.
 
Skráning stendur frá 26. nóvember til 6. desember á skrifstofu félagsins og í síma 525-0000. Hver félagsmaður getur tekið með sér tvo gesti en þeir sem óska, geta skráð fleiri gesti á biðlista sem tekið verður inn af eftir að skráningarfresturinn er liðinn.
 
Mætum nú sem flest, njótum samverunnar og jólaandans um leið og við hlýðum á upplífgandi orð og tóna gestanna.
 
Kær kveðja,
Hjalti Sigurðsson, félagsmálafulltrúi