Jólahlaðborð Blindrafélagsins

 

Jólahlaðborð Skemmtinefndar verður haldið laugardaginn 3. desember næstkomandi. Húsið opnar kl. 18:00 og borðhald hefst
kl.19:00. Maturinn kemur frá Kokkunum líkt og undanfarin ár og má sjá matseðilinn hér að neðan.

Veislustjóri kvöldsins verður enginn annar en Karl V. Matthíasson og ætlar hann að hald uppi góðri stemningu með gríni og glensi. Hlynur Þór Agnarsson leikur ljúfa tóna undir borðhaldi. Söngkonurnar Dagbjört Andrésdóttir og Kristín Stefánsdóttir færa okkur ljúfa jólatóna og Hlynur lokar kvöldinu með sígildum smellum sem allir geta sungið með.
 
Miðaverð er 6.000 kr. og skráning er hafin í gegnum skrifstofu Blindrafélagsins á netfangið blind@blind.is eða í síma 525 0000. Athugið að greiða þarf við skráningu. Skráningu lýkur á hádegi, miðvikudaginn 30. nóvember. Vinsamlegast athugið að miðar eru ekki endurgreiddir ef afbókanir berast eftir að skráningu lýkur.
 

Matseðill

Forréttir:
Fennel grafinn lax með sinneps-dillsósu
Villibráðarpaté með hreindýri og villigæs með Cumberlandsósu
Karrísíld
Jólasíld
Hangikjöt með uppstúf og kartöflum
Dönsk lifrarkæfa með beikoni og sveppum
Sinnepsgljáður Hamborgarhryggur
 

Heitt:

Purusteik með sykurbrúnuðum kartöflum
Ofnbakað lambalæri með garðablóðbergi og hvítlauk
Villibráðarbollur í villisveppa og rifsberjasósu
 

Meðlæti:

Nýbakað brauð, laufabrauð, rúgbrauð og smjör
Heimalagað rauðkál, grænar baunir, kartöflusalat og eplasalat
 

Eftirréttir:

Riz a la mande með berjasósu
Súkkulaðikaka með vanillukremi