Jólahlaðborð verður laugardaginn 2. desember á 2. hæð í Hamrahlíð 17.
Skráning er hafin.
Söngdífurnar Björg Birgisdóttir og Dagbjört Andrésdóttir ásamt píanóleikaranum Jóni Elíssyni munu flytja okkur jólalög.
 
 Við hvetjum alla félagsmenn til að skrá sig sem fyrst og vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta og taka þátt í gleðinni og jólastemmingunni. Húsið opnar klukkan 18:00 og borðhald hefst klukkan 19:00. Miðaverð er 6500, skráning fer fram í gegnum skrifstofu Blindrafélagsins í síma 525 0000 eða í gegnum netfangið afgreidsla@blind.is
Matseðill frá Kokkunum.
Forréttir:
 Fennel grafinn lax með sinneps dillsósu
 Villibráðarpaté með hreindýri og villigæs með cumberlandsósu
 Karrísíld
 Jólasíld
 Dönsk lifrarkæfa með beikoni og sveppum
 
 Aðalréttir:
 Purusteik með sykurbrúnuðum kartöflum
 Hangikjöt með uppstúf og kartöflum
 Villibráðarbollur í villisveppa- og rifsberjasósu
 Sinnepsgljáður hamborgarhryggur
 
 Meðlæti:
 Nýbakað brauð, laufabrauð, rúgbrauð og smjör
 Heimalagað rauðkál, grænar baunir, kartöflusalat og eplasalat
 
 Eftirréttir:
 Riz a la mande með berjasósu
 Súkkulaðikaka með vanillukremi
 
 Skemmtinefndin.