Lokahóf Opins húss.

Þriðjudaginn 21. maí verður Ólafur Beinteinn og Ingibjörg Aldís með umsjón Opins húss. Við munum byrja á að fara í skoðunarferð um Reykjavík og Álftanes með leiðsögn. Þar á eftir verður farið á kaffihús í Nauthól. Þar verða Ingibjörg og Ólafur með tónlistar- og skemmtidagskrá ásamt Stefáni Helga Stefánssyni og boðið verður upp á kaffiveitingar þar og Ingibjörg syngur ásamt Stefáni Helga Stefánssyni.

Ókeypis er fyrir alla en skráningar fara fram á skrifstofu félagsins og í síma 525000 til fimmtudagsins 16. maí.

Með kveðju,
Hjalti Sigurðsson.