Opið hús á laugardegi

Nú er komið að fyrsta opna húsi og verður það haldið laugardaginn 9. nóvember í sal Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17 og hefst kl. 11.00. Við byrjum á að hlusta á erindi um jákvætt hugarfar og hvers virði það er í leik og starfi. Síðan munum við snæða ljúffenga kjötsúpu a la Katla og fá heimsfrægan tónlistarmann á Íslandi til að halda uppi stuðinu í cirka 30 mínútur fyrir utan uppklapp.

Sama gamla góða verðið fyrir matinn og dagskrána er aðeins kr. 1000, sem greiðist á staðnum. Skráning fer fram á skrifstofu félagsins í síma 525 0000 eða á netfangið afgreidsla@blind.is og skráning þarf að fara fram fyrir fimmtudaginn 7. nóvember. Nánari auglýsing kemur í næsta fréttabréfi og þá verður upplýst hvaða fyrirlesari kemur til okkar.

Kæru félagsmenn nú er um að gera að skrá sig sem fyrst og endilega takið með ykkur ættingja og vini.

Með félagskveðju
Hjalti félagsmálafulltrúi og Halldór Sævar