Opið hús á þriðjudegi

Þriðjudaginn 3. desember verður Ingibjörg Aldís og Ólafur Beinteinn umsjónarmenn. Verða þau með upplestur úr þjóðsögum og dulrænum sögnum. Ljóðarabbið mun taka fyrir álfaljóð og þau sungin. Ingibjörg fer með gátur og gamanmál og svo sameinast allir í hópsöng við harmónikku undirleik.