Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands, 16. desember. 

Hljómsveitin býður til einstakrar jólastundar þriðjudaginn 16. desember næstkomandi kl. 14:00 í Norðurljósum í Hörpu.

Stundin, sem er um 40 mínútna löng, er án endurgjalds en nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn. Skráning fer fram á skrifstofu Blindrafélagsins á netfangið afgreidsla@blind.is eða í síma 525 0000.

Aðgengi fyrir hjólastóla er mjög gott, lyftur og flatt gólf í sal. Leiðsöguhundar eru velkomnir og hægt er að bjóða upp á sjónlýsingu á undan viðburðinum sé þess óskað.