Sjónlýsing: Ísland – Lúxemborg, A landslið karla.

Sjónlýsing á landsleikjum Íslands, 13. og 16. október.

Íslenska A landslið karla spilar tvo leiki á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2024 á næstu dögum. Sjónlýsing verður í boði á báðum leikjunum.

Ísland mætir Lúxemborg, föstudaginn 13. október klukkan 18:45.
Ísland mætir Liechtenstein, mánudaginn 16. október klukkan 18:45.

Sjónlýsingin, sem er í raun og veru eins og útvarpslýsing, verður send út í lokuðu hljóðkerfi. Lýsandinn mun þá lýsa leiknum eins og hann kemur honum fyrir sjónir og hlustendur heyra lýsinguna í gegnum heyrnartól sem þeir fá úthlutað á vellinum.

Samstarfsaðilar KSÍ eru Blindrafélagið og Samtök íþróttafréttamanna.

Blindrafélagið hefur fengið úthlutað 20 miðum á leikina. Þeir félagar í Blindrafélaginu sem hug hafa á að mæta á völlinn og fá sjónlýsingu setja sig í samband við skrifstofu félagsins í síma 525 0000 eða á netfangið afgreidsla@blind.is.

Bein sjónlýsing í Vefvarpinu.

Sjónlýsingarnar frá leikjunum er hægt að hlusta á í vefvarpi Blindrafélagsins undir liðnum "Efni frá Blindrafélaginu", og "Bein sjónlýsing frá íþróttaviðburðum". 

Við hverjum samt þá félagsmenn sem geta til að mæta á Laugardalsvöll og upplifa sjónlýsinguna og stemminguna í stúkunni.

Fótboltaklúbbur Blindrafélagsins.

Þeir sem hafa áhuga á að fá upplýsingar og tilkynningu þegar skráning hefst á næsta fótboltaleik á Laugardalsvelli, geta skráð sig í fótboltaklúbbinn í afgreiðslu Blindrafélagsins í síma 525 0000, eða á netfangið afgreidsla@blind.is.