Skíðagöngunámskeið á Ströndum

Skíðagöngunámskeið á Ströndum, 6. til 8. febrúar 2026.

Heljarmennafélagið býður áhugasömu útivistarfólki að taka þátt í gönguskíðanámskeiði sem fer fram í Selárdal á Ströndum dagana 6. til 8. febrúar næstkomandi.

Skíðafélag Strandamanna sér um kennslu og fer hún fram alla helgina, þ.e. frá föstudegi til sunnudags. Námskeiðið hentar fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna þar sem öll grundvallaratriði skíðagöngu verða kennd.

Gist verður í tveggja manna herbergjum við þorpið Drangsnes. Þátttökugjald er 40.000 krónur. Innifalið í verðinu er ferðir til og frá Drangsnesi, kennsla, gisting og máltíðir. Þátttakendur þurfa að sjá um að leigja skíðabúnaðinn sjálfir.

Það er pláss fyrir 14 þátttakendur í ferðina. Skráning í ferðina fer fram á skrifstofu Blindrafélagsins í síma 525-0000 eða á netfangið afgreidsla@blind.is og er skráningafrestur til 5. janúar. Staðfestingargjald upp á 20.000 kr. greiðist við skráningu og fæst staðfestingargjaldið ekki endurgreitt. Endilega láta vita við skráningu ef einhver fæðuóþol eða fæðuofnæmi eru til staðar.

Nánari upplýsingar veitir Skíðafélag Strandamanna í gegnum tölvupóst á netfangið  skidafelagstrandamanna@gmail.com, og Sandra Dögg í síma 845-7420 eða á netfangið 229sdg@gmail.com.

Með útivistarkveðju.
Heljarmennafélagið.