Sumargleði Opna hússins

Föstudaginn 21. júní ætlar Opna húsið að standa fyrir sumargleði, venjulega förum við í sumarferð en nú bregðum við aðeins út af vananum og verðum í höfuðborginni.

Byrjum við á því að koma saman klukkan 13:00, í salnum á 2. hæð í Hamrahlíð 17 fyrir stutta skemmtidagskrá og kaffiveitingar. Að því búnu verður okkur ekið upp í Perluna þar sem við munum skoða söfnin í húsinu í minni hópum. Einnig geta þeir sem vilja farið á kaffihúsið og fengið sér hressingu. Við endum síðan daginn á tveggja rétta kvöldverði á veitingastaðnum Út í bláinn á efstu hæð Perlunnar. Aðalrétturinn er nautalund og crème brulee í eftirrétt. Þeir sem vilja annað en kjöt skulu taka það fram við skráningu.

Skráning er í gangi á skrifstofu félagsins í síma 525 0000 eða með póst á netfangið afgreidsla@blind.is. Skráningu lýkur þriðjudaginn 18. júní. Verðið er 2.000 kr.

Kveðja,
Hjalti Sigurðsson
Félagsmálafulltrúi.