Þorrablót

Söngbókin er tilbúin og hægt er að nálgast hana fyrir þá sem vilja vera með hana í símanum eða vinna með hana í eigið útlit. Prentaðar útgáfur verða til á staðnum en þeir sem vilja fá söngbókina á punktaletri þurfa að láta skrifstofuna vita sem fyrst.

Hér er söngbókin tilbúin til prentunnar fyrir Microsoft Word.
Hér er söngbókin í einföldu sniði fyrir Microsoft Word.
Hér er söngbókin í einföldu vefsíðu útliti sem hægt er að setja á bókamerki.

Þorrablót Blindrafélagsins verður laugardaginn 1. febrúar í sal Blindrafélagsins í Hamrahlíð 17 á annarri hæð. Verðið er 4.500 kr. og skráning fer fram á skrifstofu félagsins í síma 525 0000, eða á netfanginu afgreidsla@blind.is og þarf að skrá sig fyrir lok dags 29. janúar. Athugið að miði er greiddur um leið og skráning fer fram.

Húsið opnar klukkan 18:00 og hefst borðhald klukkan 19:00.

Veislustjóri verður Jón Sigurðsson, aka500kallinn. Þeir sem hafa áður verið á viðburði þar sem Jón sér um skemmtun vita að hann er alveg frábær skemmtanastjóri.

Síðar um kvöldið koma þeir Hlöðver Smári Oddson og Friðrik Örn Sigþórsson úr hljómsveitinni Melophobia og halda áfram fjörinu.

Matseðill kvöldsins:

Kaldir réttir: Harðfiskur, hákarl, sviðasulta, blóðmör, lifrarpylsa, 3 tegundir af síld, sviðakjammar, hangikjöt.
Súrmeti: Hrútspungar, lifrarpylsa, blóðmör, sviðasulta og lundabaggar.
Heitir réttir: Saltkjöt, lambapottréttur, hrísgrjón, soðnar kartöflur, rófustappa og uppstúfur.
Meðlæti: Grænar baunir, baunasalat, rúgbrauð, flatkökur og smjör.

Athugið að hægt er að biðja um vegan rétti og þarf þá að taka það fram við skráningu.

Ekki láta ykkur vanta í Hamrahlíðina, þetta á eftir að verða rosalega skemmtilegt.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Skemmtinefnd.