Samfélagslampi Blindrafélagsins 2011

Tilgangurinn með veitingu Samfélagslampans er vekja athygli á fyrirtækjum, stofnunum og/eða tilteknum aðgerðum eða verkefnum, sem með einum eða öðrum hætti hafa stuðlað að auknu sjálfstæði blindra og sjónskertra einstaklinga.

Samfélagslampi Blindrafélagsins, er einstakur gripur, handsmíðaður af Sigmari Ó Maríussyni, gullsmíðameistara. Um er að ræða upphleypta lágmynd úr silfri sem sýnir lampann úr merki Blindrafélagsins. Lampinn er festur á sagaða og slípaða steinflís úr skagfirsku blágrýti. Steinflísin stendur á tveimur járnpinnum á blágrýtisfæti. Á fætinum er síðan silfurskjöldur með áletrun um verkið og tilefni þess.

Dönsku blindrasamtökin og Lions
Á árinu 2011 var Dönsku blindrasamtökunum veittur Samfélagslampinn, en samtökin urðu 100 ára á árinu, var lampinn afhentur á sérstakri hátíðarsamkomu 24 júní í Fuglsangcentre í Fredrecia. á degi hvíta stafsins, þann 15 október var svo Lions á Íslandi veittur Samfélagslampi Blindraféalgsins.
Áletranirnar á lampanum voru eftirfarandi:

DBS

Den Islandske Samfundslampe fra Blindrafélagið (Islandsk blindeforbund) er en enestående genstand, håndlavet af mester guldsmed Sigmar Ó Maríusson. Den er en basrelief af sølv og viser lampen i Blindrafélagiðs logo. Lampen er festet til en udsavet og slebet basaltblok fra Skagafjörður. Basaltblokken står på to jernpinder fæstet til en basaltfod. Basaltfoden har en sølvplade med en inskription om arbejdet og anledningen til det.

Stuðningur til sjálfstæðis!

Samfélagslampi Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi veittur Lions á Íslandi árið 2011 fyrir mikilvægan stuðning á undanförnum árum við leiðsöguhunda- og talgervilsverkefni Blindrafélagsins sem leiða til aukins sjálfstæðis og bætts lífs fjölmargra blindra og sjónskertra einstaklinga.