Þjónustu og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga fær Samfélagslampann 2014

Þjónustu og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga er aðeins fimm ára en sinnir fjölbreyttri þjónustu ekki síst fyrir börn og skólakerfið. Huld Magnúsdóttir forstjóri segir að áður hafi Íslendingar verið eftirbátar Norðurlandaþjóða á því sviði en staðan sé gjörbreytt.
 

Miðstöðin hlýtur í dag Samfélagslampa Blindrafélagsins, viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur á síðustu árum við að skapa blindum og sjónskertum einstaklingum aukna möguleika til sjálfstæðis.