Blindrafélagið tekur þátt í hlaðvarpi um aðgengismál á vegum EBU

Mynd: Merki EBU Access Cast
Mynd: Merki EBU Access Cast

EBU Access Cast er reglulegur hlaðvarpsþáttur sem hóf göngu sína í maí 2018 og hafa síðan verið framleiddir 28 þættir. Í þessum þáttum er fjallað um aðgengis- og tæknimál fyrir blinda og sjónskerta. Í desember síðastliðnum bættist Hlynur Þór Agnarsson, aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins, í hóp umsjónarmanna hlaðvarpsins og hefur tekið þátt í síðustu 2 þáttum.

Allir 28 þættirnir eru nú aðgengilegir í gegnum vefvarp Blindrafélagsins undir liðnum Íslenskir hlaðvarpsþættir. Einnig má hlusta á alla þættina með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Þess má geta að nýjasti þátturinn er nýkominn út, eða 2. febrúar.

EBU Access Cast – allir þættir í öfugri tímaröð