Félagsfundur 25. febrúar.

Stjórn Blindrafélagsins boðar til félagsfundar fimmtudaginn 25. febrúar kl. 17:00.

Fundurinn mun fara fram í gegnum fjarfundar hugbúnaðinn Zoom og í útsendingu í Vefvarpinu. Á fundinum mun aðgengisteymi Blindrafélagsins gera grein fyrir þeim fjölþættu aðgengis verkefnum sem teymið vinnur að. Aðgengisteymið skipa Baldur Snær Sigurðsson, Eyþór Kamban Þrastarson og Hlynur Þór Agnarsson.