Frambjóðendur til stjórnar

Á aðalfundi  Blindrafélagsins þann 26. maí næstkomandi verður kosið í stöður tveggja aðalmanna og tveggja varamanna í stjórn Blindrafélagsins og ræður atkvæðafjöldi því hverjir taka sæti sem aðalmenn og varamenn.

Eftirtaldir hafa gefið kost á sér:

Framboð til formanns: Sigþór U. Hallfreðsson.

Frambjóðendur til tveggja aðal stjórnarmanna og tveggja varamanna:
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir,
Dagný Kristmannsdóttir,
Rósa María Hjörvar,
Sandra Dögg Guðmundsdóttir,
Þórarinn Þórhallsson.

Allir þessir frambjóðendur hafa verið úrskurðaðir kjörgengir samkvæmt lögum félagsins af kjörnefnd.

Fyrir hönd kjörnefndar Blindrafélagsins
Kristinn Halldór Einarsson
Framkvæmdastjóri