Hljóðupptaka frá ráðstefnu um heilatengda sjónskerðingu, CVI.

Blindrafélagið í samstarfi við Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu héldu ráðstefnu um heilatengda sjónskerðingu, CVI.

Heilatengd sjónskerðing (CVI) er sjónskerðing sem orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. Það er talin vera ein meginorsök sjónskerðingar hjá börnum en er oft misskilin og vangreind.

Hljóðupptaka frá ráðstefnunni, sem haldin var 10. október síðastliðin, er nú komin á heimasíðu félagsins. Einnig er hægt að sækja ýmsar glærur sem notaðar voru fyrir ýmsa fyrirlestra.

Hljóðupptaka frá ráðstefnu um heilatengda sjónskerðingu, CVI.