Tilkynning um frestun aðalfundar.

Í ljósi stöðunnar sem uppi er í samfélaginu vegna COVID-19 faraldursins og þeirra takmarkana á samkomuhaldi sem stjórnvöld hafa fyrirskipað hefur stjórn Blindrafélagsins ákveðið að fresta til haustsins aðalfundi félagsins sem halda skal fyrir lok maí að öllu jöfnu.

Vonast er til að unnt verði að halda aðalfundinn í september en að öðrum kosti eins fljótt og unnt er með tilliti til aðstæðna. Nánari dagsetning verður auglýst síðar með tilskyldum fyrirvara í samræmi við lög félagsins.

Stjórn Blindrafélagsins.