Fundargerð aðalfundar Blindrafélagsins 11. maí 2024 kl. 13:00
Fundarsetning
Formaður Blindrafélagsins Sigþór U. Hallfreðsson setti fundinn kl. 13:05. Hann minnti á siðareglur og góða hátta.
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Formaður gerði tillögu um að Hjörtur Heiðar Jónsson yrði fundarstjóri og Marjakaisa Matthíasson fundarritari. Tillagan var samþykkt.
Staðfest var að fundurinn sé lögmætur. Stjórnin setti tvær fundarreglur: það þarf tvo stuðningsmenn til að ná fram dagskrábreytingartillögu og að fundarstjóra er heimilt að takmarka lengd og fjölda ummæla.
Kynning fundarmanna
Fundarmenn kynntu sig með nafni. Alls sóttu 50 félagsmenn fundinn: 45 í salnum og 5 rafrænt á Zoom.
Fundargerð síðasta aðalfundar borin upp til samþykktar
Fundargerðin var samþykkt samhljóða.
Inntaka nýrra félaga
Júlía Briet Baldursdóttir las upp nöfn nýrra félagsmanna. Alls voru þeir 92 talsins. Þeir voru samþykktir í félagið.
Látinna félaga minnst
Júlía Briet las upp nöfn þeirra félagsmanna sem létust á árinu. Þeir voru 50 talsins. Þeirra var minnst með einnar mínútu þögn.
Skýrsla stjórnar um störf félagsins á síðastliðnu ári
Formaður byrjaði á því að segja að í félaginu starfa 21 einstaklingur í tæplega 13 stöðugildum og eru tólf af þeim blindir eða sjónskertir.
Á árinu voru haldnir tveir félagsfundir: á fyrri fundinum var rætt um þjónustu sveitafélaga við blint og sjónskert fólk og á seinni fundinum voru kynntar tillögur um nýja örorku- og lífeyriskerfið og starfsemi Bjarkahlíðar sem sinnir þjónustu við þolendur ofbeldis.
Traustmæling Gallups sýnir að 62 % aðspurðra metur félagið mikils og 23 % þekkir vel til félagsins.
Hamrahlíð 17 er mikilvægur þjónustukjarni, Húsið hefur verið tekið í gegn undanfarin ár og stóra verkefnið núna er stækkunin. Sjötta hæðin verður tekin í notkun í haust. Þetta er sjötta eða sjöunda breytingin og hafa allar viðbætur verið félagsmönnum til mikilla heilla. Nú er tilgangurinn að bæta aðstöðu Sjónstöðvarinnar. Stefnt er að því að færa augnlækna á 5. hæðina og að fá Hljóðbókasafnið aftur í húsið.
Ferðaþjónustan er ein mikilvægasta þjónusta í boði: 730 einstaklingar og eldri borgarar í nokkrum sveitafélögum nota þjónustuna. Samtals eru 14 sveitafélög með þennan samning.
Tækniráðgjöfin er enn ákveðinn hornsteinn í þjónustu okkar við félagsmenn. Solutions radio er samstarfsaðilinn okkar við vefvarpið, og Readspeaker við vefþuluna. Við höfum gert prófanir á nýjum íslenskum talgervilsröddum. Nýjasta Android röddin Steinn er mjög góð viðbót við google röddina Önnu. Við höfum einnig unnið náið við framleiðenda Blindshell símans sem er snjallvæddur takkasími og vonast er til að finna út með framleiðandanum hvernig síminn gæti stutt notkun rafrænna skilríkja.
Sigþór nefndi einnig allskonar viðburði: sjónlýsingarvikuna, flúðasigling foreldradeildar og Ungblind, Molar og kaffi, spaðaboltaæfingar, íslenskunámskeið fyrir erlenda félagsmenn og ýmsar skemmtanir. Allt þetta sýnir að starf félagsins sé öflugt. Grundvöllurinn er traustur rekstur, gott starfsfólk og margþætt félagslíf.
Umræður:
Umræður snerust um hljóðbækur og hve fáir titlar koma út. Félagsmenn voru hvattir til að hafa samband við Hljóðbókasafnið og koma með óskir sínar. Einnig var bent á að Marrakesh sáttmálann og réttinn til að fá bækur frá öðrum löndum.
Spurt var nánar um viðgerðirnar og sagt var frá því að það þurfti að endurnýja þakið, og bæta við aðra lyftu í húsið. Spurt var einnig um aðgengisfulltrúa og sagði framkvæmdastjórinn að eins og er væri enginn í þessari stöðu en við sinnum málaflokknum: kaupum þjónustu frá Hlyni Þóri Agnarsyni. Auk þess starfar Rósa María Hjörvar við aðgengismál í ÖBI.
Kynning og afgreiðsla ársreikninga félagsins og sjóða sem eru í eigu félagsins
Gerður Þóra Björnsdóttir endurskoðandi kynnti rekstratölur ársins 2023:
tekjurnar voru 321,1 milljónir, gjöld 308 milljónir og afkoma 13,1 milljónir.
Rekstrarafkoma árs er 5,8 milljónir í tap samanborið með 1,8 milljóna tap árið áður.
Ársreikningarnir voru samþykktir samhljóða.
Kosningar til formanns og stjórnar
Kosning til formanns
Bergvin Oddsson dró framboð sitt til baka, einnig framboðið til stjórnarsetu. Lesin var tilkynning frá honum. Hann var ósáttur við að fá ekki félagatölu. Sigþór U. Hallfreðsson var því sjálfkjörinn formaður félagsins.
Fengin var álit lögmanns varðandi afhendingu félagskrá. Almenn regla er sú að félagatalið er einungis aðgengilegt í félaginu, ekki einstökum félagsmönnum.
Kosning til stjórnar:
Fimm voru í framboði, fjórir frambjóðendur kynntu sér þar sem Þórarinn Þórhallsson var ekki á staðnum. Alls voru greidd 348 atkvæði og deildust þau þannig:
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir 74
Eliona Gjecaj 38
Rósa María Hjörvar 89
Sandra Dögg Guðmundsdóttir 74
Þórarinn Þorhallsson 66
Rósa María var því kjörin stjórnarmaður en var hlutkesti varpað milli Ásdísar Evlalíu og Söndru Daggar og varð niðurstaðan að Sandra Dögg er stjórnarmaður. Varamenn eru Ásdís Evlalía og Þórarinn.
Árstillag félagsmanna og gjalddagi þess
Stjórnin lagði til sömu upphæð, 4500 kr. sem árstillag með gjalddagi í febrúar og var það samþykkt samhljóða.
Kosning í kjörnefnd
Brynja Arthúrsdóttir, Gísli Helgason og Harpa Völundardóttir voru kosin sem aðalmenn í kjörnefndina. Varamaður er Hjalti Sigurðsson
Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
Stjórnin lagði til að Hjörtur Heiðar Jónsson og Jón Heiðar Daðason og voru þeir sjálfkjörnir.
Aðalfundur ákveður laun stjórnarmanna
Stjórnin lagði til að laun stjórnarmanna verði 11.000 kr. á hvern fund og var það samþykkt samhljóða.
Önnur mál.
Gísli svaraði spurningu um hljóðgæði hljóðbóka í bókasafni. Núorðið er engin að fylgjast með lesara heldur stýra þeir sig sjálfir, ekki er fylgst með hvernig lesið er og þess vegna læðast inn villur. Storytell lætur leiðrétta villur og það væri óskandi að Hljóðbókasafnið fengi nægt fjármagn til að gera það sama.
Sigríður Björnsdóttir minnti á mikilvægi þess að leggja bláa miða á illa lagða bíla.
Ályktun stjórnar var lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundarstjóri tilkynnti að hægt væri skoða 6. hæðina strax eftir fundinn.
Formaður sleit fundinn kl.16:00
Fundargerðina ritaði Marjakaisa Matthíasson