Fundargerð stjórnar nr. 10 2017-2018

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Hjalti Sigurðsson (HS) ritari, Rúna Ósk Garðarsdóttir (RÓG) meðstjórnandi, Elínborg Lárusdóttir (EL) varamaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður og Kristinn Halldór Einarsson framkvæmdastjóri. 

Fjarverandi: Sigríður Hlín Jónsdóttir (SHJ) gjaldkeri og Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður.

1.  Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.

Formaður setti fundinn kl. 16:00 og bauð fundarmenn velkomna.

SUH bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt samhljóða.

Lýst eftir öðrum málum: Engin önnur mál boðuð.

2.  Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð 9. fundar, sem send hafði verið stjórnarmönnum var samþykkt.

3. Skýrslur bréf og erindi.

Í skýrslu formanns var fjallað um:

 • Úthlutun úr Þórsteinssjóði 4. desember.
 • Fundur um punktaletur 6. desember. 
 • Af norrænu samstarfi.
 • Skipan í starfshópa ÖBÍ.
 • Stefnuþing og aðalfundur ÖBÍ 2018.   

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

 • Fjáraflanir.
 • Húsnæðismál.
 • Starfsmannamál.
 • Reglur um viðbrögð við vanskilum á húsaleigu.
 • Forsendur rekstraráætlunar fyrir 2018.
  Fyrirliggjandi erindi. 

Engin fyrirliggjandi erindi.

4. Inntaka nýrra félaga.

Fyrir lá umsókn frá ráðgjafa félagsins um félagsaðild 9 nýrra félaga.  Var félagsaðild þeirra samþykkt samhljóða af stjórn með fyrirvara um samþykki aðalfundar.

5. Undirritun samstarfs- og styrktarsamnings við Íþróttasamband fatlaðra.

Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) kt. 620579-0259 og Blindrafélagið kt. 470169-2149 gera með sér samning um samstarf og stuðning Blindrafélagsins við ÍF, vegna undirbúnings Patreks A. Axelssonar og Más Gunnarssonar fyrir Paralympics/Ólympíumóti fatlaðra í Tokyo 2020. Samningurinn er til þriggja ára upp á 1. milljón á ári, samtals 3 milljónir króna. Samningurinn var kynntur á seinasta fundi og sendur stjórnarmönnum fyrir fundinn.

Samningurinn var undirritaður af SUH fyrir hönd Blindrafélagsins.

6. Forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.

KHE lagði fram til umræðu eftirfarandi upplýsingar og tillögur varðandi forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.
Gróflega má skipta tekjum Blindrafélagsins upp með eftirfarandi hætti:

 • Fjáraflanir                        50%
 • Leigutekjur                       25%
 • Seldar vörur og þjónusta   10%
 • Styrkir og þjónustusamn.  10%
 • Aðrar tekjur                      5%

Gjöldunum má svo gróflega skipta  með eftirfarandi hætti:

 • Launakostnaður               40%
 • Fjáröflunarkostnaður         25%
 • Skrifstofa og stjórnun        15%
 • Húsnæðiskostnaður          10%
 • Félagsmál og mötuneyti    10%

Eftirfarandi forsendu voru lagðar fram til umræðu til grundvallar rekstraráætlunar fyrir árið 2018.

 • Velta ársins ætluð 225 mkr.
 • Almennar verðhækkanir 3%.
 • Launahækkanir samkvæmt kjarasamningum á næsta ári eru  2% frá 1. maí. 
 • Launakostnaður 2017 mun verða um 93. mkr en áætlun hljóðaði upp á 98,7. mkr sem er  6% undir áætlun.
 •  Vegna fjölgunar vinnusamninga við VMST er gert ráð fyrir nánast óbreyttum launakostnaði frá 2017 til 2018 að því tilskyldu að kjarasamningum verði ekki sagt upp á tímabilinu.
 • Happadrættið:  -2%.
 • Leiðsöguhundadagatal: +5%.
 • Jólakort: +5%.
 • Húsaleiga + 4%.

Málin voru rædd fram og til baka af stjórnamönnum og gengið út frá að rekstraráætlun ársins 2018 verði sett fram með hliðsjón af þessum forsendum.

7. Starfsáætlun stjórnar og útgáfuáætlun Valdra greina janúar til júní 2018.

SUH lagði fram eftirfarandi  drög  að starfsáætlun fyrir janúar til júní 2018.

Janúar
10. janúar (miðvikudagur)  Stjórnarfundur nr. 11
12. Janúar (föstudagur) Samstarfsfundur stjórnar, deilda og nefnda.
17. Janúar (miðvikudagur) Vinnudagur stjórnar (Stefnumótun - SVÓT).
31. Janúar (miðvikudagur) Stjórnarfundur nr. 12
31. Janúar (miðvikudagur) Hádegisspjall.

Febrúar:
6 - 11. febrúar  RIWC New Zealand.
21. febrúar (miðvikudagur) stjórnarfundur nr. 13
28. febrúar (miðvikudagur) Hádegisspjall.

Mars:
14. mars (miðvikudagur) stjórnarfundur nr. 14
16. mars (fimmtudagur) Félagsfundur.

Apríl:
10 – 13. apríl  NSK/NKK/NUK fundir á Glym í Hvalfirði.
18. apríl (miðvikudagur) Stjórnarfundur nr. 15
19. apríl Sumardagurinn fyrsti.
25. apríl (miðvikudagur) Hádegisspjall.

Maí:
9. maí (miðvikudagur)  Stjórnarfundur nr. 16 
12. maí (laugardagur) Aðalfundur.

SUH lagði fram til kynningar eftirfarandi útgáfu áætlun frá ritstjóra Valdra greina:

Útgáfuáætlun Valdra greina 43. árgangs 2018.

Miðað er við að Valdar greinar komi út að jafnaði hálfs mánaðarlega.

Stefnt er að útgáfu annan hvern föstudag sem fyrr en Valdar greinar verða væntanlega komnar í vefvarpið á fimmtudegi, degi á undan. Útgáfudagur er miðaður við að geisladiskar berist áskrifendum á mánudögum ef allt gengur eftir.

Skilafrestur efnis:

Efni verður að hafa borist eigi síðar en á hádegi daginn fyrir útgáfudag, þ. e. á fimmtudegi.

Ef Valdar greinar koma út föstudaginn 12. janúar, en í vefvarpið 11. janúar er skilafrestur fimmtudaginn 11. janúar kl. 12 á hádegi og svo framvegis.

Vinsamlegast virðið tímamörk efnisskila. Það sparar okkur mikla vinnu við gerð og frágang hljóðtímaritsins.

Ef efni berst ekki í tæka tíð, er ekki hægt að tryggja að það komist þá inn á viðkomandi tölublað Valdra greina.

Útgáfuáætlun.

1. tbl. föstudaginn 12. janúar. Skilafrestur efnis fimmtudaginn 11. janúar kl. 12 á hádegi.
2. tbl. föstudaginn 26. janúar. Skilafrestur fimmtudaginn 25. janúar kl. 12 á hádegi.
3. tbl. föstudaginn 9. febrúar. Skilafrestur fimmtudaginn 8. febrúar kl. 12 á hádegi.
4. tbl. föstudaginn 23. febrúar. Skilafrestur fimmtudaginn 22. febrúar kl. 12 á hádegi.
5. tbl. föstudaginn 9. mars. Skilafrestur fimmtudaginn 8. mars kl. 12 á hádegi.
6. tbl. föstudaginn 23. mars. Skilafrestur 22. mars kl. 12 á hádegi.
7. tbl. föstudaginn 6. apríl. Skilafrestur fimmtudaginn 5. apríl kl. 12 á hádegi.
8. tbl. föstudaginn 20. apríl. Skilafrestur miðvikudaginn 18. apríl kl. 12 á hádegi síðasta vetrardag.
9. tbl. föstudaginn 4. maí. Skilafrestur fimmtudaginn 3. maí kl. 12 á hádegi.
10. tbl. föstudaginn 18. maí. Skilafrestur fimmtudaginn 17. maí kl. 12 á hádegi.
11. tbl. föstudaginn 1. júní. Skilafrestur fimmtudaginn 31. maí kl. 12 á hádegi.
12. tbl. föstudaginn 15. júní. Skilafrestur fimmtudaginn 14. júní kl. 12 á hádegi.
13. tbl. föstudaginn 29. júní. Skilafrestur fimmtudaginn 28. júní kl. 12 á hádegi.
Sumarfrí Valdra greina verður í júlí og fram til 10. ágúst.

Áætlanirnar, sem sendar höfðu verið stjórnarmönnum fyrir fundinn voru staðfestar samhljóða af stjórn.

8. Samráðsfundur.

SUH gerði tillögu um að Samráðsfundur stjórnar, deilda og nefnda Blindrafélagsins verði haldinn 12. janúar næst komandi. Tillagan var samþykkt samhljóða. SUH var falið að finna fyrirlesara á fundinn.

9. Gulllampinn.

Rökstuðningurinn fyrir Gulllampaveitingunni er eftirfarandi:

Steinunn Helgu Hákonardóttir var ráðin sem ritari á Sjónstöð Íslands árið 1989 og frá þeim tíma hefur Steinunn starfað í Hamrahlíð 17 og þjónustað blinda og sjónskerta einstaklinga.

Á meðan Steinunn var starfsmaður Sjónstöðvar Íslands sótti hún ýmiss námskeið um þjónustu við blinda og sjónskerta einstaklinga og þjálfun þeirra í notkun sérhæfðra hjálpartækja, sem hún starfaði lengstum við hjá Sjónstöðinni.

Um haustið 2003 var Steinunn ráðinn til starfa fyrir Blindrafélagið og hefur starfað þar óslitið þar til nú að hún lætur af störfum við næstu áramót.

Á þeim tíma sem Steinunn hefur starfað fyrir Blindrafélagið hefur hún sinnt svo gott sem öllum störfum á skrifstofu félagsins. Hún hefur verið í afgreiðslunni, haft umsjón með sölu á þríkrossinum, komið að fjáröflunarstarfi, aðstoðað við starf nefnda og deilda, haft  umsjón með  tilkynningum er varða félagsstarfið, haft umsjón með og stjórnað fjölmörgum viðburðum, skemmtunum og ferðalögum, verið ljósmyndari við hin ýmsu tækifæri svo eitthvað sé nefnt.

Undanfarin árin hefur Steinunn borið höfuðábyrgð á starfsemi Opna hússins hjá Blindrafélaginu. Opið hús er haldið tvisvar í viku, tvo tíma í senn á virkum dögum og auk þess 4 til 5 sinnum á laugardögum.  Dagskráin tekur mið af óskum félagsmanna Blindrafélagsins sem eru í hópi eldri borgara. Þeir sem að sótt hafa Opið hús kunna vel að meta elskulega framkomu Steinunnar Hákonardóttur og hún hefur verið óþreytandi að tala máli þeirra á vettvangi félagsins. Enda á hún fjölmarga vini í þessum hópi sem munu sakna Steinunnar í Opna húsinu.

Steinunn hefur sinnt starfi sínu af alúð og samviskusemi og verið félagsmönnum tiltæk jafnt innan sem utan skilgreinds vinnutíma.

Steinunn Helgu Hákonardóttir hlýtur Gulllampa Blindrafélagsins fyrir áratuga fórnfúst starf og framúrskarandi trúmennsku í garð Blindrafélagsins og félagsmanna. Steinunni Hákonardóttur er veittur Gulllampi Blindrafélagsins fyrir áratuga fórnfúst starf og framúrskarandi trúmennsku í garð Blindrafélagsins og félagsmanna.

Tillagan og rökstuðningurinn fyrir henni var samþykktur af öllum viðstöddum stjórnarmönnum. Fyrir fundinn lá fyrir munnlegt samþykki þeirra stjórnarmanna sem ekki áttu heimangengt á fundinn (GR og SHJ), SUH mun senda rökstuðninginn til þeirra til formlegrar staðfestingar.

10. Handbók um algilda hönnun í útrými.

Á ráðstefnunni um Algilda hönnun í útiumhverfinu, sem Blindrafélagið stóð fyrir ásamt fleiri aðilum í vor, var kynnt nýtt rannsóknarverkefni um gerð handbókar um algilda hönnun í útiumhverfinu.  Verkefnið er styrkt af Vegagerðinni, Reykjavíkurborg og Verkís hf. og unnið af Berglindi Hallgrímsdóttur og Áslaugu Aðalsteinsdóttur hjá Verkís.  Nú liggja fyrir drög að handbókinni sem send hafa verið út til kynningar.  SUH gerði grein fyrir helstu atriðum í handbókinni sem að snúa að aðgengi blindra og  sjónskertra einstaklinga og þeim athugasemdum sem að hann hafði gert.  Einnig hafa starfsmenn Þjónustu og þekkingarmiðstöðvarinnar fengið handbókina senda til skoðunar.

11. Reglur um viðbrögð við vanskilum á húsaleigu.

Í samræmi við samþykkt seinasta stjórnarfundar kannaði KHE þær reglur sem gilda um málsmeðferð vegna vanskila á húsaleigu hjá Brynju hússjóði og Félagsbústöðum Reykjavíkur.

Greiðsla og innheimta á leigu Hjá Brynju:
Leiga er greidd fyrirfram með gjalddaga og eindaga  fyrsta hvers mánaðar.  Fari reikningur fram yfir eindaga reiknast dráttarvextir frá gjalddaga.  Ef reikningur er ekki greiddur hefst eftirfarandi innheimtuferli:

 • Ef leiga er ekki greidd á sjöunda degi mánaðar er send ítrekun til greiðanda.
 • Ef leiga er ekki greidd þegar kemur að tuttugasta degi mánaðar er aftur send ítrekun til greiðanda.
 • Innheimtubréf með lokaaðvörun fyrir lögfræðiinnheimtu er sent í lok mánaðar.      
 • Þegar 35 dagar eru liðnir frá gjalddaga reiknings tekur við uppsagnarferli sem felur í sér riftun leigusamnings. Á þessu stigi er skuld farin í lögfræðiinnheimtu.

BRYNJA Hússjóður hvetur leigutaka eindregið til að hafa samband ef stefnir í vanskil til að semja um leiguskuld og komast þannig hjá aukakostnaði. Einnig er hægt að hafa samband til þess að fá greiðslufrest á eftirstöðvarnar.

Félagsbústaðir - Vanskil húsaleigu.

Gjalddagi húsaleigu er 1. hvers mánaðar og eindagi 10 dögum síðar. Ef húsaleiga er ekki greidd 35 dögum eftir gjalddaga eða 5.-6. næsta mánaðar þá fer krafan í lögfræði innheimtu (hjá Motus). Þegar vanskil húsaleigu eru orðin 3 mánuðir er krafan send til Lögheimtunnar þar sem útburðarferli hefst.

Stjórn Blindrafélagsins samþykkti eftirfarandi bókun fyrir skrifstofuna til að vinna eftir:

Blindrafélagið hvetur leigutaka eindregið til að hafa samband ef stefnir í vanskil til að semja um leiguskuld og komast þannig hjá aukakostnaði. Einnig er hægt að hafa samband til þess að fá greiðslufrest á eftirstöðvarnar. Ef húsaleiga er ógreidd á eindaga þá er áminning þessa efnis send út með bréfi eða tölvupósti og fylgt eftir með samtali degi eftir eindaga. Verði vanskil ekki umsamin eða frágengin áður en næsti mánuður (mánuður 2) lendir í vanskil, verður send út aðvörun um lögfræði innheimtu á gjaldfallinni skuld og uppsagnarferli hefst sem felur í sér riftun húsaleigusamnings.

12. Önnur mál.

Engin önnur mál.

Fundi slitið kl 18:30.

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.