Fundargerð stjórnar nr. 14 2016-2017

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður, Baldur Snær Sigurðsson (BSS) ritari, Sigríður Hlín Jónsdóttir (SHJ) gjaldkeri sem var í Skype sambandi frá Noregi, Lilja Sveinsdóttir (LS) meðstjórnandi, Elínborg Lárusdóttir (EL) varamaður, Patrekur Andrés Axelsson (PAA) varamaður og Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

Fjarverandi: María Hauksdóttir (MH) varamaður,

1.  Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.

Formaður setti fundinn kl. 16:00 og bauð fundarmenn velkomna og bar upp tillögu að dagskrá sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt.

Lýst eftir öðrum málum: LS, PAA, SHJ

2.  Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð 13. fundar, sem send hafði verið fundarmönnum fyrir fundinn var samþykkt með þeirri breytingu að þess verði getið undir liðnum önnur mál þar sem EL gerði athugasemd við að mötuneytinu yrði lokað í 12 virka daga yfir hátíðarnar, hafi verið byggð á röngum upplýsingum sem hún hafi fengið. 

3. Skýrslur

Í skýrslu formanns var fjallað um:

        Andleg vellíðan - fyrirlestraröð.

        Algild hönnun og aðgengismál.

        Biðskýli Strætó b.s. við Hamrahlíð 17

        Hugmyndabanki Blindrafélagsins.

        Útgáfuáætlun Valdra greina 2017.

        Af norrænu samstarfi.

        Af vettvangi ÖBÍ.

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

        Rekstraráætlun fyrir 2017.

        Afrakstur fjáraflanna.

        Útistandandi viðskiptakröfur.

        Leiðsöguhundadagatal.

        Víðsjá.

        Ferðaþjónusta.

        Blindlist.

        Office 365.

        Starfsmannamál.

        Gjöf til Blindrafélagsins.

        Fjölmiðlaskýrsla 2016.

4. Bréf og erindi.  

Tilkynning um tvo nýja félaga í desember.

Tekið var til afgreiðslu beiðni starfsmannafélagsins, sem getið var um í skýrslu framkvæmdastjóra, um styrk til starfsmannaferða. Stjórnarmenn sem eru jafnframt starfsmenn viku af fundi. Þeir stjórnarmenn sem að eftir sátu samþykktu einróma að verða við styrkbeiðni starfsmannafélagsins uppá 30.000 krónur á hvern starfsmann sem færi í ferðina.

5. Fjárhagsáætlun Blindrafélagsins – forsendur og fyrsta umræða.

KHE gerði grein fyrir helstu forsendum og bráðabirgða tölum í rekstraráætlun fyrir 2017 sem send var stjórnarmönnum fyrir fundinn.

Helstu niðurstöðutölur rekstraráætlunar fyrir árið 2017 eru:
Tekjur eru áætlaðar 222,1 millj. kr. sem er um 3,5% hækkun frá 2016.
Rekstrargjöld eru áætluð 221,1 millj. kr. sem er um 2,8% hækkun frá 2016.
EBIDTA, sem er rekstrarafkoma án afskrifta og fjármagnsliða, er áætluð um 8 millj. kr.
Rekstrarafkoma með afskriftum en án fjármagnsliða er áætluð um 1 millj. kr. og 0,2 millj. kr. að fjármagnsliðum meðtöldum.

Varðandi frekari sundurliðun vísast í rekstraráætlunin sem er hluti fundargagna.

Önnur umræða um áætlunina verður á næsta stjórnarfundi.

6. Samráðsfundur.

SUH gerði grein fyrir að hann hafi, í samræmi við starfsáætlun, boðað til samráðsfundar stjórnar, nefnda og deilda Blindrafélagsins föstudaginn 20. janúar kl: 14:30. 

7. Aðgerðaráætlun um kynbundið ofbeldi.

SUH bauð séra Gunnar Rúnar Matthíasson (GRM) velkominn sem gest fundarins en hann var fenginn til að gera grein fyrir reynslu sinni af vettvangi Þjóðkirkjunnar í þessum málum.  

GRM lagði í upphafi áherslu á að stefnumörkun sem þessi þyrfti að vera í sífelldri endurskoðun og að taka þyrfti inn í hana reynslu sem verður til innan félagsins við meðferð þessara mála.

GRM sagði að viðbragðsáætlunin væri virkilega góð þó þyrfti að huga að nokkrum atriðum:

        farveg kvartana,

        til hverra ber að kvarta,

        huga að því að munur er á hvað félagið getur gert gagnvart ráðnu starfsfólki, kjörnum og skipuðum  fulltrúum og leiðtogum          innan félagsins annarsvegar og gagnvart almennum félagsmönnum hinsvegar.

        bregðast við ábendingum frá þriðja aðila með því að hvetja til að þolandi hafi samband,

        ekki leggja skyldur á starfsfólk félagsins að skýra frá vitneskju sem það kann að verða upplýst um frá öðrum en þolenda,

        að passa vel uppá að sá fyrsti sem að þolandi fær samband við verði talsmaður hans í meðferð málsins innan fagráðs,

        fagráð fái mál strax til meðferðar,

        mál sem að snúa að börnum verður að vísa beint til barnaverndaryfirvalda,

        huga vel að þeim sem eru í víkjandi stöðu t.d. vegna fötlunar,

        skoða þarf hver hefur agavald gagnvart geranda,

        fagráð á ekki að vísa málum frá,

        siðreglur þurfa að vera til staðar,

        fagráð á að vera fulltrúi þolenda,

        fagráð er ekki rannsóknaraðili.

        fagráð geri tillögu um viðbrögð til tilheyrandi aðila,

        mikilvægt að bragðast mjög hratt við kvörtunum, innan 24 klst.

Að lokinni yfirferð, umræðum og spurningum stjórnarmanna til GRM var GRM þökkuð kærlega fyrir dýrmæta ráðgjöf og athugasemdir, sem stjórnarmenn voru sammála um að taka tillit til að gera tilheyrandi breytingar á aðgerðaráætluninni.

7. Önnur mál.

LS  Spurði hvort einhverjir hafi heyrt af því að borað sé í sorptunnur á heimilum fólks til að auðkenna þær fyrir blinda einstaklinga. LS mun fylgja því eftir að samræmi verði á þesskonar merkingum.

PAA vakti athygli á slæmu aðgengi fyrir blinda í nýju útibúi Íslandsbanka í Smáralindinni. LS var falið að skoða aðstæður og gefa formanni skýrslu.

PAA vakti athygli á dæmum þar sem að einstaklingar sem að væru blindir eða sjónskertir væru að veigra sér við að nota Hvíta stafinn vegna þeirra athygli sem það teldi að beindist þá að því. Bent var á að sálfræðiaðstoð stæði þeim til boða sem að gætu hjálpað þeim sem að væru í þessum aðstæðum.

SHJ spurði hvaða væntingar Blindrafélagið hefði til Gulum Reykjavik, aðgengisverkefnis Ungblindar og annarra norrænna ungliðasamtaka Blindrafélaganna, sem fyrirhugað er að framkvæma sumarið 2017 og hvenær um sumarið stjórnamönnum fyndist að keyra ætti verkefnið. Stjórnarmenn kváðust hafa miklar væntingar til verkefnisins í þá átt að stuðla að vitundaraukningu um aðgengismál og verði hvatning fyrir félaga í Ungblind. Góð tímasetning væri síðari hluti júní eða byrjun júlí.

Fundi slitið kl 18:55

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.