Fundargerð stjórnar nr. 14 2017-2018

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Hjalti Sigurðsson (HS) ritari, Sigríður Hlín Jónsdóttir (SHJ) gjaldkeri var í símasambandi, Rúna Ósk Garðarsdóttir (RÓG) meðstjórnandi, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður og Kristinn Halldór Einarsson framkvæmdastjóri. 

Fjarverandi: Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Elínborg Lárusdóttir (EL) varamaður.

1. Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.

Formaður setti fundinn kl. 16:00 og bauð fundarmenn velkomna.
SUH bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt samhljóða.

Lýst eftir öðrum málum: Engin önnur mál boðuð.

2. Afgreiðsla fundargerða.

Fundargerðir 12. og 13. fundar, sem sendar voru stjórnarmönnum, voru samþykktar.

3. Skýrslur bréf og erindi.

Í skriflegri skýrslu formanns, sem send var stjórnarmönnum fyrir fundin, var fjallað um:

  • Umsögn um breytingar á lögum um ÞÞM.
  • Móttaka vegna styrkveitingar frá Velferðarráðuneytinu til starfsemi félagsins.
  • Þjónustusamningur við Reykjavíkurborg 26 febrúar.
  • Stefnumótunarfundur um rafræna þjónustu og fjárhagsaðstoð hjá Reykjavíkurborg 25. febrúar.
  • Hádegisspjall fimmtudaginn 1. mars um félagsstarfið.
  • Ráðstefna Siteimprove 8. febrúar.
  • Málþing ÖBÍ, stóra bílastæðamálið 12. mars.
  • Fundur um punktaletur 13. mars.
  • Móttaka vegna styrks frá Heyrnartækni til leiðsöguhundaverkefnis Blindrafélagsins 13. febrúar.
  • NSK og NKK fundirnir á Glym 10. til 12. apríl.
  • Erlent og innlent samstarf, mikilvægar dagsetningar.

Í skriflegri skýrslu framkvæmdastjóra, sem send var stjórnarmönnum fyrir fundin, var fjallað um:

  • Ferðaþjónustumál. 
  • Starfsmannamál.   
  • Fjáraflanir.
  • Þjónustusamningar og styrkir.
  • Lögfræðivinna unnin fyrir Blindrafélagið.
  • Aðalfundur Blindrafélagsins.
  • Styrktarsjóðinn Stuðningur til sjálfstæðis.
  • Húsnæðismál.
  • Gallup kannanir.
  • Ný persónuverndarlöggjöf.
  • RIWC 2018 og RIWC 2020.
  • Íslandsklukkan.
  • Tölfræði frá Þjónustu og þekkingarmiðstöðin.
  • Aðild félagsmanna Blindrafélagsins að evrópskum blindrasamtökum.

Erindi:

  • Braille Teaching and Literacy (niðurstöður EBU verkefnis).

4. Inntaka nýrra félaga.

Fyrir lá umsókn um félagsaðild frá 7 einstaklingum. Voru umsóknirnar samþykktar með fyrirvara um samþykki aðalfundar.

5. Ferðaþjónusta.

SUH og KHE kynntu ferðaþjónustusamning við Kópavogsbæ sem var undirritaður í dag af formanni Blindrafélagsins og bæjarstjóra Kópavogsbæjar. Með þessari samningsgerð lýkur eins og hálfs árs viðræðulotu Blindrafélagsins og Kópavogsbæjar. Blindrafélagið hefur í áratugi reynt að fá Kópavogsbæ til að gera samskonar samning um ferðaþjónustu fyrir lögblinda Kópavogsbúa og er í gildi í Reykjavík. Samningurinn og þjónustan er samskonar og lögblindum Reykvíkingum stendur til boða.

Stjórn félagsins lýsti yfir ánægju sinni með samninginn og óskaði lögblindum Kópavogsbúum til hamingju með þessa mikilvægu þjónustu.

Boðað mun verða til sérstaks kynningarfundar meðal lögblindra Kópavogsbúa til að kynna samninginn og þjónustuna.

6. Tilnefning fulltrúa Blindrafélagsins.

SUH kynnti tillögu til ÖBÍ um fulltrúa í hina ýmsu hópa sem að ÖBÍ skipar í.

  • Ferlinefnd Reykjavíkurborgar:  Lilja Sveinsdóttir. 
  • Notendaráð um málefni fatlaðs fólks í Mosfellsbæ.  Sigurður G. Tómasson. 
    • Ráðgjafaráð fjölskylduráðs Hafnarfjarðar um málefni fatlaðs fólks:
         Þórarinn Þórhallsson aðalmaður.
         Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir varamaður.
    • List án landamæra:  Rósa Ragnarsdóttir og Gísli Helgason

RR lagði fram hugmynd að þátttakendum á NKK fund í Malmö í október: Kaisa, RR, Halla Dís, Sandra Dögg, Kaisu, RG og LS

SUH gerði tillögu að því að eftirtaldir yrðu fulltrúar á stefnuþingi ÖBÍ til viðbótar við þá sem að samþykkt var að skipa á seinasta fundi: Eyþór Kamban og Baldur Snær Sigurðsson.

Samþykkt frá seinasta fundi er svohljóðandi:

Samþykkt að tilnefna eftirfarandi fulltrúa á stefnuþing ÖBÍ sem haldið verður 20. til 21. apríl: SUH, LS, HS, RÓG og auk þeirra starfandi fulltrúar félagsins í málefnahópum ÖBI.  Formanni var falið að ganga úr skugga um að allir tilnefndir fulltrúar eigi heimangengt og tilnefna varamenn fyrir næsta stjórnarfund.  Fyrir liggur að félagsmennirnir Halldór Sævar Guðbergsson varaformaður ÖBÍ og Rósa María Hjörvar formaður málefnahóps um kjaramál verða einnig fulltrúar á þinginu.

7. Félagsfundur.

SUH gerði tillögu að því að Eyþór Kamban Þrastarson verði fundarstjóri á félagsfundinum 22. mars og Gísli Helgason verði ritari. Var tillagan samþykkt samhljóða. Dagskrá fundarins verður:

  • Fundarsetning.
  • Kynning fundargesta.
  • Kosning starfsmanna fundarins.
  • Afgreiðsla fundargerðar síðasta félagsfundar.
  • Viðhorfskannanir Gallup fyrir Blindrafélagið.
  • Ráðstefna R. I. W. C. 2020 í Reykjavík.
  • Önnur mál.

8.Stuðningsnetið.

SUH kynnti Stuðningsnet sjúklingafélaganna, sem  býður upp á jafningjastuðning fyrir fólk sem glímir við erfiða sjúkdóma og aðstandendur þeirra.

SUH gerði tillögu um að Blindrafélagið sækti um aðild. Var tillagan samþykkt samhljóða og mun SUH vera í sambandi við forsvarsaðila Stuðningsnetsins.

9. Afmælisárið.

SUH fjallaði um með hvaða hætti halda mætti upp á 80 ára afmæli Blindrafélagsins 2019. Lagði hann til að skipuð yrði sérstök afmælisnefnd til að móta tillögur um viðburði á afmælisárinu. Gerði hann tillög um eftirtalda í nefndina: Brynja Arthúrsdóttir, HS, RR og  SUH. Framkvæmdastjóri mun starfa með nefndinni. Var tillagan samþykkt samhljóða.

10. Heimboð í Hamrahlíð 17.

SUH skýrði frá því að Félagsmálaráðherra hefði verið boði í heimsókn í Hamrahlíð 17.  Rætt var um að bjóða fulltrúum þingflokka einnig í heimsókn til að kynna sér starfsemina í Hamrahlíð 17. Var SUH falið að vinna málið áfram og stefnt að þessum heimsóknum í sumar að afloknu þingi eða með haustinu.

Rætt var um komandi sveitastjórnarkosningar og að Blindrafélagið taki þátt í dagskrá ÖBÍ með frambjóðendum í sveitastjórnarkosningum. 

11. Önnur mál.

Fundi slitið kl 18:05.
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.