Fundargerð stjórnar nr. 15 2017-2018

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Hjalti Sigurðsson (HS) ritari, Sigríður Hlín Jónsdóttir (SHJ) gjaldkeri var í símasambandi, Rúna Ósk Garðarsdóttir (RÓG) meðstjórnandi, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Guðmundur Rafn Bjarnason varamaður og Kristinn Halldór Einarsson framkvæmdastjóri. 

Fjarverandi: Elínborg Lárusdóttir (EL) varamaður.

1. Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.

Formaður setti fundinn kl. 16:00 og bauð fundarmenn velkomna.

SUH bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt samhljóða.

Lýst eftir öðrum málum., engin boðuð.

2. Afgreiðsla fundargerða.

Fundargerð 14. fundar, sem send var stjórnarmönnum var samþykkt.

3. Ársreikningar Blindrafélagsins fyrir 2017.

Formaður bauð Guðný Helgu Guðmundsdóttur endurskoðanda félagsins hjá KPMG og aðstoðarkonu Elísabetu Ásmundsdóttur velkomnar á fundinn og bauð þeim að kynna ársreikninga félagsins og Verkefnasjóðs. Megin niðurstaða ársreikningsins er:

Heildarvelta félagsins 2017 nam 227,3 milljónum króna, sem er 5,1% aukning frá 2016. Tap ársins að meðtöldum fjármagnsliðum og afskriftum nam 9,4 milljónum króna í samanburði við 4,4 milljóna króna tap árið 2016. Endurskoðendur vöktu athygli á því að nú væru reiknaðar afskriftir af endurmati eigna, sem ekki hafði verið gert áður og skilaði það sér í hækkun afskrifta upp á 3,5 milljónir króna.  Rekstrarafkoma fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 4,6 milljónir króna.

Alls störfuðu 25 einstaklingar hjá félaginu á árinu sem voru að meðaltali í 13,7 stöðugildum. Eigið fé og skuldir eru um 1,1 milljarður króna og þar af eru skuldir 300 milljónir króna. Handbært fé frá rekstri er jákvætt um 7,9 milljónir króna.

Sú breyting er gerð á framsetningu ársreikningsins að sjóðir í vörslu félagsins eru nú færðir bæði eigna og skulda megin í efnahagsreikningnum.

Tekjur Verkefnasjóðs umfram gjöld á árinu voru 30,3 milljónir króna. Eigið fé og skuldir námu 125,2 milljónum króna og þar af voru skuldir 23,2 milljónir króna. 

Áritun endurskoðanda er án fyrirvara.

Voru reikningarnir samþykktir og undirritaðir af stjórn.

4. Skýrslur bréf og erindi.

Í skriflegri skýrslu formanns, sem send var stjórnarmönnum fyrir fundin, var fjallað um:

  • Stuðningsnetið, námskeið fyrir stuðningsfulltrúa 14 maí.
  • MeToo og hvað svo, kynningarfundur með Gallup 17 apríl.
  • Fundur með endurskoðendum félagsins 16. apríl.
  • NSK og NKK fundur 10 til 12 apríl.
  • Málefni félagsmanns sem neitað var um aðild að ONCE.
  • Ferðafrelsi leiðsöguhunda til og frá Íslandi.
  • Heimsókn Svía í Hamrahlið 17. þann 12. apríl.
  • Fundur í ritnefnd Viðsjár 9. apríl.
  • Fræðslufundur 5. apríl um helstu niðurstöður RIWC 2018.
  • Kynningarfundur um ferðaþjónustu í Kópavogi 26. mars.
  • Félagsfundur 22. mars.
  • Starfsmannafundur 21. mars.
  • Verkefni um punktaletur.
  • Erlent og innlent samstarf, mikilvægar dagsetningar.
  • Stefnuþing ÖBÍ 20. til 21. apríl.

Í skriflegri skýrslu framkvæmdastjóra, sem send var stjórnarmönnum fyrir fundin, var fjallað um:

  • Ferðaþjónustumál.
    - Kópavogur.
    - Bláskógabyggð.
    - Hafnarfjörður.
  • Fjáraflanir.
    - Viðsjá:
    - Dagatal:
    - Happdrættið.
    - Bakhjarlar.
    - Sjóntryggingu bakhjarla.
  • Aðalfund Blindrafélagsins.
  • Húsnæðismál.
    - Lausar íbúðir.
    Farið var yfir úthlutunarreglur og fyrirkomulag úthlutanna, sem aðgengilegar eru á blind.is, án þess að gerðar væru breytingar.
    - Viðhaldsframkvæmdir.
    - Leigusamningur Augnlækna Reykjavíkur.
  •  Gallup kannanir.
  • Blindrafélagið skiptir um símafélag.
  • Prentun á jólakortum og dagatali erlendis.
    Varðandi prentun á dagatali og jólakortum erlendis var það skoðun stjórnarmann að verð þyrftu að vera að minnsta kosti 20 til 25% lægri til að verkefnið yrði fært úr landi.

Erindi:

Tekið var fyrir bréf frá Svavari Guðmundssyni til stjórnar Blindrafélagsins, þar sem hann óskar eftir hinum ýmsu upplýsingum úr starfsemi félagsins með vísun til upplýsingalaga.

SUH benti á að Blindrafélagið heyrði ekki undir upplýsingalög. Í umræðum var bent á að allar fundargerðir stjórnar félagsins væru á heimasíðu félagsins, auk þess sem þar er einnig að finna upplýsingar sem svara mörgu af því sem spurt er um. Var formanni falið að gera uppkast að svarbréfi og bera það undir stjórn.

5. Ferðaþjónusta.

SUH gerði grein fyrir stöðunni sem er í Vestmannaeyjum varðandi ferðaþjónustu með leigubifreiðum innan Vestmanneyja. Úrskurðarnefnd Velferðarráðuneytisins féllst ekki á kröfu félagsmanns um að sveitarfélaginu bæri að veita aðra ferðaþjónustu innan bæjarfélagsins en nú þegar væri í boði.  Samþykkt var að kalla eftir áliti frá lögmanni félagsins á úrskurðinum og mati hans á mögulegum um næstu skrefum. 

6. Aðalfundur Blindrafélagsins 12. maí 2018.

SUH gerði grein fyrir að undirbúningur aðalfundar sé á áætlun. Rætt hefur verið við Þröst Emilsson um að verða fundastjóri og Harald Matthíasson um að verða fundarritari og hafa þeir báðir fallist á það.

7. Stuðningsnetið.

SUH gerði grein fyrir því að Blindrafélagið væri orðinn aðili að stuðningsnetinu. Árgjaldið er 150.000 krónur.

Önnur mál.

Fundi slitið kl 18:30.
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.