Fundargerð stjórnar nr. 2 2017-2018

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Lilja Sveinsdóttir varaformaður (LS), Hjalti Sigurðsson (HS) ritari, Rúna Ósk Garðarsdóttir (RÓG) meðstjórnandi, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður,  Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, og Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

Fjarverandi:  Elínborg Lárusdóttir (EL) varamaður, Sigríður Hlín Jónsdóttir (SH).

1.  Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.

Formaður setti fundinn kl. 16:00 og bauð fundarmenn velkomna.

SUH bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt samhljóða.

Lýst eftir öðrum málum:

2.  Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð 1. fundar, sem send hafði verið stjórnamönnum, var samþykkt.

3. Skýrslur.

Í skýrslu formanns var fjallað um:

        Fundur með forstjóra Miðstöðvarinnar 16. maí.

        Málþing 16. maí, um þýðingu sáttmála sameinuðu þjóðanna.

        Málþing 19. maí, Mannréttindi og algild hönnun.

        Aðalfundur Almannaheilla, samtaka þriðja geirans.

        Nám fyrir stjórnendur Þriðja geirans 6. júní.

        Hádegisspjall 17. maí.

        Vorferð opið hús 30. maí.

        Heimsókn félagsmálaráðherra

        Aðalfundur Blindravinnustofunnar 31. maí.

        Biðskýli Strætó b.s. við Hamrahlíð 17.

        Af norrænu og alþjóða samstarfi.

        Af vettvangi EBU.

        Af vettvangi ÖBÍ.  

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

        Erfðafjárgjöf.

        Starfsmannamál.

        Húsnæðismál.

        Fjáraflanir.

        Rafræn samþykktarkerfi reikninga.

        Kveðjuhóf fyrir Huld Magnúsdóttur 

4. Tilkynning um nýja félaga.

Fyrir lágu umsóknir 9 nýrra félagsmanna. Nöfn þeirra voru lesin upp og staðfesti stjórn félagsins félagsaðild þeirra.

5. Ástandsmat á Hamrahlíð 17.

SUH bauð velkomna á  fundinn þá  Björn Gústafsson verkfræðing og höfund ástandsskýrslunnar og Kristmund Eggertsson húsasmíðameistari. Ástandsskýrslan var send stjórnarmönnum fyrir fundinn. Björn rakti helstu áfangana í  hugsanlegri viðhaldsáætlun. Kristmundur sagði frá því að þegar hann kom að húsinu árið 1986 hafi lítið verið um viðhald á ytra birgði  hússins og flestir gluggar væru komnir á tíma. Varðandi framkvæmdatíma þá töldu Björn og Kristmundur að það þyrfti minnsta kosti tvö sumur til að klára verkið. Viðhaldsáætlunin hljóðar upp á um 150 m.kr. Brunabótamat húseignarinnar hljóðar uppá 1.000 mkr. Ef gert er ráð fyrir 2% afskriftum þá hljóða 10 ára afskriftir uppá 200 m.kr. Ef til stendur að hefja framkvæmdir sumarið 2018 og klára þær 2019 þá þarf ákvörðun að liggja fyrir nú í sumar svo hægt verði að bjóða verkið út um áramótin.

6. Málþing/ráðstefna um stafrænt aðgengi. 

KHE kynnti hugmynd sem að Baldur og Birkir, sem skipa aðgengisteymi á skrifstofu félagsins, hafa sett fram um dagskrá 12. og 13. september.

Þemað værir „Rafrænt aðgengi: Reglugerð, stefna og notendaupplifun.“

Hugmynd að dagskrá (ATH enginn staðfestur annar en Birkir).
Birkir Rúnar: Reglugerðir og Stefnur. ESB löggjöfin og stefnu yfirlýsingar stofnana og fyrirtækja varðandi rafrænt aðgengi.
Björn Sigurðsson - Vefstjóri forsætisráðuneytisins: Staða hins opinberra, stefnur og ESB löggjöfin og áhrif hennar.
Rósa María Hjörvar: Notendaupplifun af rafrænni þjónustu. Hvað mætir notendum í dag sem þurfa gott aðgengi.
Jóhanna Símonardóttir – Framkvæmdarstjóri Sjá: Notendaprófanir og algeng aðgengisvandamál.
Einnig er von um að fá einn vefstjóra frá sveitarfélagi til að fara yfir stefnu þeirra varðandi rafræna þjónustur og aðgengi að þeim. Einnig að fá vefstjóra eða ábyrgðarmann rafrænnar þjónustu hjá fyrirtæki eða banka til að fara yfir þeirra stefnur.
Dagur eitt, 12. september, er markaðssettur fyrir stjórnendur og ábyrgðarfólk fyrirtækja og stofnenda ásamt notendum til að koma áleiðis athugasemdum. Sjáum fyrir okkur hálfan dag á Nordica eða álíka aðstöðu.
Dagur tvö, 13. september, er markaðssettur fyrir forritara og stjórnendur sem langar að læra meira tæknilegar úrlausnir til að vinna með rafrænt aðgengi. Opið hús verður í Hamrahlíð 17 í salnum og mun Birkir Rúnar fara yfir stefnur, staðla, tól og tækni sem forritarar geta notfært sér í sinni vinnu.

Stjórnin samþykkti að fela skrifstofunni að vinna áfram að þessu máli í samræmi við þessar hugmyndir.

7. Málstofa um punktaletrið.

SUH sagði frá áhyggjum sem að væru meðal punktaletursnotenda um stöðu punktaletursins, sem virtist vera láta undan á ýmsum sviðum vegna tæknilausna, þrátt fyrir að ýmsar tæknilausnir gerðu notkun punktaletursins auðveldari. Varpaði hann fram hugmynd um hvort að efna ætti til málstofu um stöðu puntaletursins. Umræður sköpuðust um málið meðal stjórnarmanna.

8. Útgáfuáætlun Valdra greina

SUH kynnti útgáfuáætlun Valdra greina sem að send hafði verið stjórnarmönnum. Að venju munu Valdar greinar koma út hálfsmánaðarlega.

9.  Styrktarsjóður Richards og Dóru. Skipun fulltrúa.

SUH gerði grein fyrir að Halldór Sævar Guðbergsson hafi óskað eftir að annar yrði skipaður í hans stað í stjórn Styrktarsjóðs Richards og Dóru. SUH gerði það að tillögu sinni að hann tæki sæti Halldórs í sjóðsstjórninni. Var það samþykkt samhljóða.

10. Skipan í ráð og nefndir.

SUH gerði grein fyrir að skipa þyrfti forstöðumenn í eftirfarandi nefndir:   Ferða og útivistanefnd, Jafnréttisnefnd, skemmtinefnd og tómstundanefnd. Bað hann stjórnamenn um að hugsa um það fram að næsta fundi hverjir væru tilbúnir til að taka þessi störf að sér og hvort að þeir stjórnamenn sem hafi verið í forsvari fyrir þessar nefndir væru til í að halda áfram.

11.  Önnur mál.

Engin önnur mál.

Fundi slitið kl 19:55.

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.