Fundargerð 4. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2024 –2025, haldinn miðvikudaginn 25. september 2024, kl 15:00.
Stjórn og framkvæmdastjóri:
Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, (2024 - 2026)
Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður, (2024 - 2026)
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari, (2023 - 2025)
Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) gjaldkeri, (2024 - 2026)
Unnur Þöll Benediktsdóttir (UÞB) meðstjórnandi, (2023 - 2025)
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður, (2024 - 2026)
Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, (2023 - 2025)
Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður, (2023 - 2025)
Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, (2024 - 2026)
Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri
Forföll : KHE
Fundarsetning
SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.
Lýst eftir öðrum málum.
RMH
Inntaka nýrra félaga.
SUH bar upp umsóknir 8 umsækjenda og voru þær samþykktar með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar.
Skýrslur, bréf og erindi.
Í skýrslu formanns var fjallað um:
- Samráðsfundur stjórnar og starfseininga 6 september
- Formannafundur ÖBÍ
- Fundur með lyfjastofnun 11 september
- Forfrumsýning á Acting normal with CVI og fyrirlestrar
- Samstarfssamningur við KSÍ
- Á döfinni og mikilvægar dagsetningar
Í skýrslu framkvæmdarstjóra var fjallað um:
- Fjáraflanir
- Staða framkvæmda
- Húsaleigusamningar
- Tilkynning til Vesturmiðstöðvar
- Fyrirhugaðir viðburðir í Sjónverndarviku
- Formleg afhending 6 hæðar.
Sjónverndarvika.
SUH fór yfir fyrirhugaðra viðburða á sjónverndarviku sem eru
11. október, sjónlýstur fótboltaleikur á ísland - Wales.
11. – 13. október, verða haldnar færnibúðir fyrir blind og sjónskert börn.
14. október, sjónlýstur fótboltaleikur Ísland – Tyrkland.
15. október, frí sýning á myndinni Acting normal with CVI í bíó paradís með sjónlýsingu.
Auk þess er verið að vinna að samstarfi við listasöfn um að setja upp valin verk með sjónlýsingu.
Dagskrá sjónverndarviku teygir sig út í enda mánaðarins þar sem opnun á sjónlýstri ljósmyndarsýningu Donna Gísla er fyrirhuguð 26. október einnig bjóða Lions menn upp á fyrirlestur í salnum á annarri hæð þann 31. október nk.
Fundarmenn lýstu ánægju sinni með fjölbreytta dagskrá.
Veiting Samfélagslampa Blindrafélagsins.
SUH bar upp tillögur af veitingu samfélagslampa Blindrafélagsins til
KSÍ og Bíó Paradís sem yrði afhentur í tengslum við dagskrá sjónverndarviku.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Önnur mál.
RMH lýsti yfir áhyggjum af fyrirhuguðum niðurskurði á fjárframlögum til sjónstöðvarinnar í fjárlagafrumvarpi.
Verið er að vinna umsögn með athugasemdum sem Blindrafélagið sendir inn um frumvarpið.
Fundi slitið kl: 16:35
Fundargerð ritaði Lára Kristín Lárusdóttir