Fundargerð stjórnar nr. 6 2020-2021

Fundargerð 6.  stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2020 – 2021, haldinn miðvikudaginn 24.02.2021 kl. 16:00.

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Kaisu Hynninen (KH) varaformaður. Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ), ritari, Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) gjaldkeri, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, (tekur sæti HÞA sem aðalmaður), Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

Forföll: Hlynur Þór Agnarsson (HÞA)

Fundurinn var haldinn í gegnum Teams fjarfundarbúnaðinn.

1.     Fundarsetning.

SUH setti fundinn og bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt.

2.     Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð 5. fundar, sem send hafði verið stjórnarmönnum, var samþykkt samhljóða.

Inntaka nýrra félaga.

Engar umsóknir lágu fyrir.

3.     Skýrslur, bréf og erindi.

Í skýrslu formanns var fjallað um:

  • Félagsfund 25.febrúar 2021.
  • Listasýningu með þátttöku Blindrafélagsins.
  • Fjölmiðlavaktin.
  • Stefnumótun og Stefnuþing ÖBÍ.
  • Sumarskólinn um SRFF Galloway Írlandi.
  • Viðburðir framundan.

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

  • Rekstrarafkomu Blindravinnustofunnar 2020.
  • Fjáraflanir.
  • Ferðaþjónusta Blindrafélagsins.
  • Android raddirnar Karl og Dóra við dauðans dyr.     

4.     Stefnumótun  ÖBÍ.

SUH gerði grein fyrir þeirri vinnu sem að nú væri í gangi við stefnumótun ÖBÍ. Sjá kynningu sem að send var út með fundargögnum.  Formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaga ÖBÍ munu á fundi fara yfir hefðbundna stefnumótunarvinnu.  Tilgangur fundanna er að skapa vettvang fyrir aðildarfélög til að draga fram sjónarmið og helstu álitamál. Í því felst að leggja mat á styrkleika, veikleika, áskoranir og tækifæri fram á veginn. Slík greining verði grunnur að því að skerpi megi á áherslum og móta nýjar áherslur ÖBÍ til næstu ára.

5.     Málefni blindra og sjónskertra foreldra.

KH reifaði stöðu blindra og sjónskertra foreldra og mikilvægi þess að skapa þessum hópi vettvang innan félagsins. Á döfinni er námskeið fyrir þennan hóp hjá ÞÞM.

Samþykkt var að KH gæti notið starfskrafts á skrifstofunni við að setja saman skipulagðan hóp og standa fyrir viðburðum.

6.     Félagsfundur 25.02.2021.

Fimmtudaginn 25 febrúar kl 17:00 verður haldin Zoom félagsfundur þar sem aðgengisteymi félagsins gerir grein fyrir verkefnum sem verið er að vinna að. Fundarstjóri verður Bryndís Snæbjörnsdóttir og ritari Mariakaisa Matthiasson.

Beiðni Arnþórs Helgasonar um að hafa fundinn tvinnfund hafnað.

7.     Önnur mál.

KH: Sagði frá því að í Finnlandi hefði verið keyrt yfir leiðsöguhund og notandann með þeim afleiðingum að hundurinn drapst, konan sem að var notandinn stór slasaðist. KH spurði hvort tilefni væri til að bregðast við þessu hér á landi.  Rætt var hvort að ástæða væri til þess að kalla eftir upplýsingum um slysatíðni þar sem rafbílar kæmu við sögu.

Fundi var slitið kl. 18:30.

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.