Fundargerð stjórnar nr. 9 2017-2018

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Hjalti Sigurðsson (HS) ritari, Rúna Ósk Garðarsdóttir (RÓG) meðstjórnandi,  Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður og Kristinn Halldór Einarsson framkvæmdastjóri. 

Fjarverandi: Sigríður Hlín Jónsdóttir (SHJ) gjaldkeri, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður og Elínborg Lárusdóttir (EL) varamaður.

1.  Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.

Formaður setti fundinn kl. 16:00 og bauð fundarmenn velkomna.

SUH bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt samhljóða.

Lýst eftir öðrum málum: Engin önnur mál boðuð.

2.  Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð 8. fundar, sem send hafði verið stjórnarmönnum var samþykkt.

3. Skýrslur bréf og erindi.

Í skýrslu formanns var fjallað um:

 • Hádegisspjall 29. nóvember um menningararfinn.
 • Ráðstefna um punktaletur haldin í Danmörku.
 • Fundur um ferðaþjónustu í Kópavogi.
 • NSK og NKK fundir 10. – 12. apríl, sem verður á Íslandi  og 22.-23. október 2018.

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

 • Fjáraflanir.
 • Ný heimasíða Blindrafélagsins.
 • Erfðafjárgjafir.       
 • Ferðaþjónusta.
 • Viðhaldsframkvæmdir Hamrahlíð 17     
 • Starfsmannamál.
 • Þjónustusamningar.
 • Visal námskeið.
 • Aðalfundur Almannaróms.

Fyrirliggjandi erindi:

 • Íþróttasambandi fatlaðra. Sérdagskrárliður.
 • Stýrihópur stjórnarráðsins um mannréttindi stendur fyrir opnum fundi í Veröld, Húsi Vigdísar Finnbogadóttur þann 30. nóvember næstkomandi frá klukkan 14:00-16:00. Á fundinum verða niðurstöður UPR-ferlisins (Universal Periodic Review) kynntar auk almennrar umræðu um störf stýrihópsins, stöðu mannréttinda á Íslandi og næstu skref.
 • Erindi frá Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti:
  “Ráðuneytið er að leita upplýsinga um fjölda þjálfaðra blindrahunda hér á landi. Einnig þá væri gott að fá upplýsingar ef tiltækar eru um fjölda sem er í þjálfun eða verður þjálfaður á næstu árum. Það er vinna í gangi um áhættumat samfara því að leyfa hugsanlegar tilslakanir vegna slíkra hunda í millilandaferðum (innflutnings).
  Samþykkt var að KHE svaraði erindinu.
 • Tilkynningum alþjóðadag fatlaðra frá ÖBÍ.
 • Tilkynning um Opið hús hjá Blátt áfram sem Almannaheilla viðburð.

Rætt um að Blindrafélagið myndi bjóðast til að halda opið hús fyrir aðildarfélög  Almannaheilla.

4. Inntaka nýrra félaga.

Ekki lá fyrir tilkynning um nýja félaga.

5. Viðhorfskannanir.

KHE gerði grein fyrir skoðanakönnunum sem að  Blindrafélagið hefur fengið Capacent til að gera í þrígang frá 2009, seinast 2014. Samþykkt var eftir umræður að fela framkvæmdastjóra að fá tilboð frá Capacent í að gera slíkar kannanir fyrir félagið á fyrri hluta árs 2018.

6. Samstarfssamningur við Íþróttasamband fatlaðra.

SUH gerði grein fyrir erindi Íþróttasambands fatlaðra um styrktarsamning milli sambandsins og Blindrafélagsins vegna undirbúnings Patreks Andrésar Axelssonar og Más Gunnarssonar fyrir Ólympíuleika fatlaðra 2020, upp á 1 mkr á ári í þrjú ár. Samtals 3 mkr. Erindi Íþróttasambandsins hafði verið sent stjórnamönnum fyrir fundinn. Erindið var samþykkt samhljóða og framkvæmdastjóra og formanni falið að ganga frá styrktarsamningi

7. Starfsáætlun janúar til maí 2018.

SUH gerði grein fyrir drögum að starfsáætlun fyrir janúar til júní 2018. Áætlunin verður tekin til afgreiðslu á næsta stjórnarfundi.

8. Ný heimasíða Blindrafélagsins.

KHE fór yfir nýju heima síðuna og kynnti fyrir stjórnarmönnum. Almenn ánægja var meðal stjórnarmanna með síðuna.

9. önnur mál.

SUH kynnti úttekt sem að Teddi, ungur félagsmaður Blindrafélagsins gerði á aðgengi blindra og sjónskertra að nokkrum söfnum. Frétt verður gerð um úttektina og hún birt á miðlum félagsins.

SUH gerði að umtalsefni þá valkosti sem að væru í stöðunni varðandi varðveislu á gömlum skjölum, munum og verkfærum sem að tilheyra Blindrafélaginu og sögu blindra og sjónskertra á Íslandi. Samþykkt var að taka málið aftur upp eftir áramót.

KHE óskaði eftir því að stjórn félagsins léti skrifstofu félagsins í té leiðbeinandi reglur um hvaða þolmörk skrifstofan mætti vera með gagnvart vanskilum á húsaleigu. Ákveðið var að KHE myndi safna upplýsingum um hvernig staðið er að þessum málum hjá öðrum sem leigja út húsnæði á félagslegum grunni.

Fundi slitið kl 18:10.

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.