Heilsuklúbbur Blindrafélagsins veturinn 2021/2020.

Markmið:
Að auðvelda félagsmönnum að sækja heilsueflandi þjónustu með því að bjóða hana í húsnæði félagssins í Hamrahlíð 17. Verkefnið var sett af stað sem tilraunaverkefni frá janúar byrjun til maí loka 2020. Góð mæting og almenn ánægja þeirra sem í klúbbnum eru varð til þess að verkefninu var haldið áfram.
Veturinn 2020 /2021 var markaður af Covid og þurftum við eins og aðrir að aðlaga okkur að þeim samkomutakmörkunum sem sóttvarnarlæknir setti á hverjum tíma. Það gekk bara vel og tókst okkur að hafa æfingar allan þann tíma sem leyfilegt var.
Allir félagsmenn og styrktaraðilar/bakhjarlar geta orðið meðlimir og greiða fyrir það hóflegt mánaðargjald. Þeir geta valið um að taka þátt í líkamsrækt, jóga og hugleiðslu eða nota Heilsusalinn fyrir eigin þjálfun þegar hann er ekki skráður með hóptíma en þar er göngubretti, skíðavél og þrekhjól. Skráning í Heilsuklúbbinn fer fram hjá Láru á skrifstofu Blindrafélagsins.

Dagskráin er þríþætt: þjálfun, meðferðir og fyrirlestrar.
Í september kemur Vinnuvernd og gerir heilsufarsmælingar á þeim sem hafa skráð sig í Heilsuklúbbinn þær mælingar fara fram í samtalsherberginu að Hamrahlíð 17. Nauðsynlegt er að skrá sig hjá Láru í þessar mælingar.

Þjálfun:
Kristín Sjöfn Valgeirsdóttir jógakennari. Jógastyrkur styrktarþjálfun með eigin líkama. Jóga fyrir byrjendur og lengra komna. Jógaæfingar, öndunaræfingar, slökun og hugleiðsla.

Kaisu Hynninen sér um stafastuð. Þrekæfingar.

Dagskrá.

Mánudagur:
Stafastuð frá 12:00 til 12:30.
Þriðjudagur: Jógastyrkur frá 16.30. Jóga frá 17:00 og svo slökunarhugleiðsla frá 17:45.
Miðvikudagur: Stafastuð frá 12:00 til 12:30.
Fimmtudagur: Jógastyrkur frá 16.30. Jóga frá 17:00 og svo slökunarhugleiðsla frá 17:45.

 

Allir hóptímar í Heilsusalnum eru opnir fyrir meðlimi svo lengi sem pláss leyfir. Hvort sem áhuginn er fyrir styrktarþjálfun eða jóga eða bara slökunarhugleiðslu.

Meðferðir:
Blindrafélagið styrkir sína félagsmenn í fyrsta tíma í samtalsmeðferð hjá næringarfræðingi, sálfræðingi, markþjálfa, heilara og svefnráðgjafa. Meðferðirnar eru veittar í samtalsherberginu í Hamrahlíð 17.
Hafi klúbbmeðlimur áhuga á áframhaldandi meðferðum hjá þessum aðilum fara þær fram í Hamarahlíð 17 og eru á kostnað félagsmanna. Skráning í framhalds meðferð er á milli klúbbmeðlima og meðferðaraðila.
Þær meðferðir sem eru í boði eru:
Svefnráðgjöf hjá svefnráðgjafa frá Betri svefn.
Markþjálfun hjá Hjördísi Árnadóttir markþjálfa.
Næringarráðgjöf hjá Berglindi Blöndal næringarfræðingi.
Sálfræðimeðferð hjá Ágústínu Ingvarsdóttir sálfræðingi.
Heilun hjá Guðvarði Birgissyni heilara.
 
Fyrirlestrar:
Í vetur  verður boðið upp á fyrirlestra í opnu húsi og eru þeir opnir öllum sem hafa áhuga.
9. september 2021 –Seiglan á Covid tímum. Ágústína sálfræðingur.
14. október 2021 – verkir í stoðkerfi, Verkjaskólinn í Stykkishólmi Halla Dís og hennar samstarfsfólk.
11. nóvember 2021– markþjálfun. Hjördís Árnadóttir markþjálfi.
Janúar 2022 – næring. Berglind næringarfræðingur.
Febrúar 2022 – svefn. Nína svefnsérfræðingur hjá Betri svefn.
Aðrir fyrirlestrar verða auglýstir síðar.