Hljóðupptaka frá morgunverðarfundi: Sjónlýsingarvika Blindrafélagsins 2023

Blindrafélagið efnir til sérstakrar sjónlýsingarviku frá 10. til 16. október 2023. Tilgangur vikunnar er að kynna og vekja athygli á mikilvægi sjónlýsinga, en sjónlýsingar eru að verða sífellt algengari við framleiðslu á kvikmyndum, sjónvarpsefni, listasýningum, íþróttakappleikjum og fleiri menningarviðburðum.

Sjónlýsingarvikan var sett af Rósu Maríu Hjörvar, varaformanni Blindrafélagsins, á morgunverðarfundi 10. október í sal Blindrafélagsins í Hamrahlíð 17 á annarri hæð. Þátttakendur voru Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar og Baldur Snær Sigurðsson, tækniráðgjafi Blindrafélagsins og sjónlýsingarnotandi. Fundarstjóri var Unnur Þöll Benediktsdóttir.

Samstarfsaðilar Blindrafélagsins eru: Bíó Paradís, Listasafn Íslands, Þjóðminjasafn Íslands, KSÍ, RÚV og Félag íþróttafréttamanna.

Hægt er að hlusta á upptöku af fundinum með að smella á þennan hlekk.