Tilkynning um utankjörfundar atkvæðagreiðslu á skrifstofu og í landshlutadeildum

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst á skrifstofu félagsins að Hamrahlíð 17 mánudaginn 29. apríl kl. 09:00 og verður hægt að kjósa á venjulegum skrifstofutíma. 

Landshlutadeildum stendur til boð að halda kjörfund vegna  kosninga til stjórnar Blindrafélagsins. Kjörfundirnir munu fara fram miðvikudaginn 8 maí frá kl 13:00 – 15:00. Þær deildir sem að vilja halda slíkan kjörfund þurfa að útvega húsnæði fyrir kjörfundinn. Staðfesting á fundarstað þarf að liggja fyrir í seinasta lagi kl 12:00  föstudaginn 3 maí. Þeir sem að hyggjast mæta til kjörfundar til að kjósa þurfa að  tilkynna um þátttöku sína á skrifstofu Blindrafélagsins í seinast lagi fyrir kl 12:00 þriðjudaginn 7. maí. Tilkynna skal um þátttöku í síma 525 0000 eða á blind@blind.is.
Í tilkynningunni skulu koma fram upplýsingar um nafn, kennitölu, lögheimili og símanúmer félagsmanns og á hvað kjörfund hann hyggst mæta.

 Fyrir hönd stjórnar Blindrafélagsins

 Kristinn Halldór Einarsson
Framkvæmdastjóri