Ungur félagsmaður gerir úttekt á nokkrum söfnum

Mynd af Theódór sitjandi á útilistaverki.
Mynd af Theódór sitjandi á útilistaverki.

Útlistun á nokkrum söfnum og hversu aðgengileg þau eru fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga

Úttekt gerð af Theódóri Helga Kristinssyni í október og nóvember 2017.

 

Saga Museum, Grandagarði 2, 101 Reykjavík

Aðgengi til fyrirmyndar. Blindum og sjónskertum vel tekið. Allar upplýsingar eru til á hljóðformi. Hægt er að snerta allt sem er til sýnis.

 

Sjóminjasafnið, Grandagarði 8, 101 Reykjavík

Gott aðgengi. Margt hægt að snerta og sumt efni á hljóðformi.

 

Rokksafn Íslands, Hjallavegur 2, 260 Reykjanesbær

Aðgengi til fyrirmyndar. Margt efni til á hljóðformi. Margt áhugavert fyrir blinda og sjónskerta.

 

Gerðarsafn, Listasafn Kópavogs, Hamraborg 4, 200 Kópavogur

Blindum og sjónskertum einstaklingum vel tekið. Mismunandi sýningar en oft er mikið af málverkum og öðru sem erfitt er fyrir blinda að átta sig á. Sumt er þó áþreifanlegt og augljóslega áhugi á úrbótum til staðar. Útilistaverk mjög aðgengileg blindum og sjónskertum.

 

Jöklar og íshellir ,Perlan Reykjavík

Blindum og sjónskertum einstaklingum vel tekið. Hægt er að snerta allt sem er til sýnis. Ekki eru til upplýsingar á hljóðformi en áhugi á úrbótum er mikill.

 

Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði

Aðgengi til fyrirmyndar. Blindum og sjónskertum einstaklingum vel tekið. Hægt að snerta næstum allt sem er til sýnis.

 

Árbæjarsafn, Kirstuhyl, 110 Reykjavík

Aðgengi gott. Hægt var að snerta margt sem er til sýnis. Einnig er útileiksvæði þar sem blindir og sjónskertir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

 

Ásmundarsafn, Sigtún, Reykjavík

Aðgengi mjög gott. Blindum og sjónskertum einstaklingum vel tekið. Hægt að snerta öll listaverk á útisvæði safnsins og ýmsa muni er líka hægt að snerta í sölum safnins.

 

Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, 101 Reykjavík

Aðgengi ekki gott. Ekki má snerta neitt af helstu munum safnsins en meiri hluti þeirra er lokaður inni í gleri eða afgirtur á annan hátt.