Tíu megineinkenni heilatengdrar sjónskerðingar (CVI)

Christine Roman-Lantzy, PhD, skilgreinir tíu megineinkenni sjónrænnar hegðunar. Þessi einkenni eru mælanleg þegar CVI skalinn er notaður. (sjá bók hennar Cortical Visual Impairment: An Approach to Assessment and Intervention (2007, 2018)). Einkennin eru birtingarmyndir sjónrænnar úrvinnslu, sem eiga uppruna sinn í heilaberkinum ( Gagnaugablaði, hvirfilblaði og líklegast ennisblaði heilans.) Setja ætti upp sérhönnuð inngrip, byggð á staðsetningu viðkomandi á skalanum, svo einstaklingurinn geti lært á sína sjónskerðingu og lært að bregðast sjónrænt betur við umhverfinu. Með því að grípa snemma og rétt inn í, geta einkennin minnkað, en þó aldrei horfið að fullu.
Birt með leyfi höfundar, Dr. Christine Roman-Lantzy.

1. Uppáhalds litur

Einstaklingurinn gæti dregist að hlutum í ákveðnum lit. Jafnvel þó viðkomandi eigi fleiri en einn ,,uppáhaldslit“, getur notkun á öllum björtum og áberandi litum bæði vakið athygli á því sem verið er að sýna einstaklingnum og einnig haldið athyglinni við.

2. Sein viðbrögð við sjónrænu áreiti

Viðbrögð einstaklingsins við sjónrænu áreiti gætu verið hæg eða sein. Áður en viðkomandi tekur eftir því sem verið er að sýna, getur hann látið eins og ekkert sjónrænt takmark sé til staðar. Hinsvegar ef viðkomandi fær nógan tíma, gæti hann beint athyglinni að takmarkinu og snúið sér að því eða starað á það.

3. Þörf fyrir hreyfingu

Einstaklingurinn gæti átt auðveldara með að sjá hluti sem hreyfast á einhvern hátt, frekar en hluti sem eru kyrrir.Þar með talið hluti sem glitra eða skína og blekkja augað þannig að þeir virðast hreyfast.

4. Einn hluti sjónsviðs betri en annar

Einstaklingurinn gæti hunsað upplýsingar frá ákveðnum hlutum sjónsviðsins ( efra, neðra, hliðar eða miðsjónsvið), eða viðkomandi snýr höfðinu til þess að horfa á hluti utan sjónsviðs. Samkvæmt Jan og Groenveld ( 1993) er þetta einkenni til staðar hjá nánast öllum með heilatengda sjónskerðingu.

5. Erfiðleikar við úrvinnslu á flóknum sjónrænum takmörkum

Flækjustigi hluta er skipt í fjóra þætti:

a) Flókin mynstur á yfirborði hluta

Fólk með heilatengda sjónskerðingu virðast oftast bregðast best við hlutum sem hafa einföld eða engin mynstur ( aðeins lit) á yfirborðinu. Til dæmis sjá þau betur hlut sem er einlitur, heldur en hlut sem er marglitur, eða mynstraður.

b) Flókið skynrænt umhverfi

Einstaklingurinn sér stundum eingöngu þegar engin truflun verður frá öðrum skilningarvitum. ( heyrn, snertingu, lykt eða bragði). Margir með heilatenda sjónskerðingu geta illa, eða alls ekki séð, þegar notuð eru tvö eða fleiri skilningarvit. ( Til dæmis geta þau oft ekki horft áog hlustað á sama tíma).

c) Flókin uppröðun á hlutum

Flestir með heilatengda sjónskerðingu geta tekið við upplýsingum gegnum augun. Hinsvegar, þó að viðkomandi ,,sjái“ upplýsingarnar, getur hann ekki unnið úr þeim, flokkað þær eða skilið þær. Jafnvel hlutur sem viðkomandi þekkir mjög vel, getur verið alveg óþekkjanlegur ef margir aðrir hlutir eru í kringum hann. Til dæmis leikfang í dótakassa eða bók í bókahillu.

d) Erfiðleikar við að þekkja andlit

Fólk með heilatengda sjónskerðingu sýnir oft óvenjuleg viðbrögð við andlitum. Augnsamband er oft ekki til staðar. Þegar viðkomandi einstaklingur ,,lærir“ á sína sjónskerðingu getur hann hægt og rólega byrjað að þekkja sum andlit, en það er þó ekki víst.

6. Þörf fyrir ljós

Viðkomandi gæti dregist óvenjulega mikið að ljósi og gæti eytt miklum tíma í að stara á ljós, hvort sem er úr náttúrunni ( sól, tungl, stjörnur t.d.) eða annað ljós ( lampi, tölvuskjár, leikfang t.d.).

7. Óvenjulegt sjónviðbragð

Margir með heilatengda sjónskerðingu sýna óhefðbundna hegðun gagnvart meðfæddu viðbrögðunum sem vernda augun frá mögulegum skaða. ( blikk – viðbragðið ) og viðbragð við sjónrænni ógn. ( Blikka t.d. ekki þegar eitthvað fer í augun).

8. Viðkomandi er ekki fær um að horfa á hlut og teygja sig eftir honum á sama tíma

Margir með heilatengda sjónskerðingu geta ekki horft á hlut og teygt sig eftir honum á sama tíma. ( Jan og Groenveld 1993 og Milner og Goodale 1993). Sumir þurfa að staðsetja eða stara á hlut, líta svo af honum og loks teygja sig eftir hlutnum.

9. Erfiðleikar við að dæma fjarlægðir

Sumir sem eru með heilatengda sjónskerðingu eiga erfitt með að dæma fjarlægðir. Þeir haga sér stundum eins og þeir séu mjög nærsýnir. Einstaklingurinn gæti staðsett andlitið aðeins nokkrum sentimetrum frá því sem verið er að horfa á og samt átt í erfiðleikum með að greina stóra eða kunnuglega hluti, jafnvel þó þeir séu beint fyrir framan þá.

10. Erfiðleikar við að sjá nýja hluti

Fólki með heilatengda sjónskerðingu finnst stundum óþægilegt og erfitt að sjá nýja hluti. Þeim finnst oftast best að sjá hluti sem þau hafa séð aftur og aftur og þ.a.l. öfugt, virðast ,,hunsa“ ( sjá ekki) hluti sem eru nýir.

 

Roman-Lantzy, C. (2018). Cortical Visual Impairment: An Approach to Assessment and Intervention. 2nd ed. New York, NY: AFB Press.