Valdar greinar, 12. tölublað 44. árgangs 2019.

Útgefandi: Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi.
Ritstjóri Gísli Helgason. Ábyrgðarmaður Sigþór U. Hallfreðsson.
Útgáfudagur 28. júní 2019.
Heildartími: 2 klst. og 12 mín.

Efnisyfirlit:

01a Kynning og efnisyfirlit
9.06 mín.

01b Kveðjuorð frá ritstjóra.
1.28 mín.

Tilkynningar og fréttnæmt efni:

01c Tilkynning frá Hljóðbókasafni Íslands um opnunartíma safnsins í sumar.
0.39 mín.

01d Um sumarfrí í mötuneyti Blindrafélagsins.
0.11 mín.

Vegna 80 ára afmælis Blindrafélagsins:

01e Afmælishóf Blindrafélagsins á Hilton-Nordica hótelinu 19. ágúst.
0.44 mín.

01f Blindrafélagið verður heiðursgestur Reykjavíkurborgar á menningarnótt 24. ágúst.
0.51 mín.

Annað efni:

02 Ágústa Gunnarsdóttir fór á sumarhátíð opins húss 21. júní sl.
Þar er brugðið upp hljóðmynd af því þegar gestir stigu færeyskan dans undir stjórn Hjalta Sigurðssonar félagsmálafulltrúa.
4.13 mín.

03 Ágústa Gunnarsdóttir ræðir við Ingólf Garðarsson rekstrarstjóra Blindravinnustofunnar ehf.
Ingólfur segir frá rekstri vinnustofunnar og hvernig hann hefur þróast á undanförnum árum. Einnig segir hann frá sjálfum sér.
13.54 mín.

Efni af gömlum segulböndum um Rósu Guðmundsdóttur sem var ein stofnenda Blindrafélagsins og formaður þess um árabil. Rósa var mikill máttarstólpi félagsins og var sú fyrsta sem hlaut gulllampa Blindrafélagsins.
04a "Viltu kveikja." Viðtal Þórunnar Gestsdóttur við Rósu.
Þar segir hún m. a. frá því þegar hún missti sjónina fjögurra ára gömul.
Viðtalið var flutt í Ríkisútvarpinu 1979.
26.34 mín.

04b Um stofnun Blindrafélagsins.
Arnþór Helgason ræðir við Rósu Guðmundsdóttur um stofnun Blindrafélagsins og fleira. Viðtalið var tekið í tilefni 40 ára afmælis félagsins 19. ágúst 1979.
10.11 mín.

04c "Leirburður í léttum dúr um Blindrafélagið".
Gamanbragur eftir Rósu Guðmundsdóttur sem hún flutti í 40 ára afmælishófi Blindrafélagsins við gítarundirleik Karls Esrasonar.
7.03 mín.

05 "Von". Lag Gísla Helgasonar samið í tilefni 60 ára afmælis Blindrafélagsins 1999.
Félaginu er heimilt að nota lagið.
4.21 mín.

Viðtal:

06 Gísli Helgason ræðir við brynju Arthúrsdóttur.
Brynja hefur tekið mikinn þátt í starfi Blindrafélagsins síðastliðna fjóra áratugi og setið í flestum nefndum og stjórnum á vegum félagsins. M. a. var hún varaformaður Blindrafélagsins í nokkur ár. Þá starfaði hún sem atvinnufulltrúi, var yfirmaður trúnaðarmannakerfis Blindrafélagsins og kynningarfulltrúi félagsins. Brynja starfaði einnig um árabil á Reykjalundi, þar á meðal sem aðstoðarmaður félagsráðgjafa þar. Brynja segir frá störfum sínum, áhugamálum og fjölmörgum ferðalögum. Brynja hefur átt við margvísleg veikindi að etja en lætur ekkert hindra sig í að sinna hugðarefnum sínum. Brynja nýtir sér bæði talgervil og punktaletur við vinnu sína. Þá var hún ein þeirra sem fór einna fyrst í endurhæfingu erlendis. Hún var ein af upphafsmönnum ferðaþjónustu fyrir blint og sjónskert fólk hér á landi.
50.07 52 mín.

Blaðagrein:

07 "Fæðutegundin sem bætir lykt karla".
Grein af mbl.is 20. júní þar sem fjallað er um hvernig hægt sé að bæta líkamslykt karla.
Lokaorð ritstjóra.
2.14 mín.

Flytjendur efnis auk ritstjóra, Dóru og Karls:
Ágústa Gunnarsdóttir, Hjalti Sigurðsson, Ingólfur Garðarsson, Brynja Arthúrsdóttir, Herdís Hallvarðsdóttir og fleiri.
Af gömlu segulbandi heyrist í Rósu Guðmundsdóttur, Þórunni Gestsdóttur, Arnþóri Helgasyni og fleirum.
Hljóðritað hjá Hljóðbók slf í júní 2019.
Allar hljóðskrár eru á mp3 sniði.
Athugið að fyrir neðan nafn hverrar greinar er lengd hennar í mínútum og sekúndum.
Valdar greinar eru nú gefnar út í Daisy-formi og eru aðgengilegar þannig í Vefvarpi Blindrafélagsins og á geisladiskum sem félagar Blindrafélagsins geta fengið senda sér að kostnaðarlausu.
Þeir sem eru með daisy-spilara eða vefvarpstæki geta farið á milli fyrirsagna með örvalyklum á tækjunum.