Valdar greinar, 9. tölublað 44. árgangs 2019.

Valdar greinar, 9. tölublað 44. árgangs 2019.
Útgefandi: Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi.
Ritstjóri Gísli Helgason. Umsjón efnis úr ljósvakamiðlum: Baldur Snær Sigurðsson. Ábyrgðarmaður Sigþór U. Hallfreðsson.
Útgáfudagur 17. maí 2019.
Heildartími: 3 klst. og 40 mín.
Heildartími með aðalfundi: 6 klst. og 14 mín.

Efnisyfirlit:

01a Kynning og efnisyfirlit
3.29 mín.

Tilkynningar og fréttnæmt efni:

01b Prjónakaffi 21. maí
0.27 mín.

01c "Langar þig að taka þátt í starfi innan Blindrafélagsins". Frá formanni félagsins.
1.05 mín.

01d Fræðsluerindi um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna 22. maí.
0.52 mín.

01e Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur auglýsir eftir styrkumsóknum.
0.45 mín.

01f Kaffisamsæti 27. maí í tilefni afhendingar gjafar frá Lions til sjóðsins Blind börn á Íslandi.
0.44 mín.

01g Kvöldstund með Má Gunnarssyni tónlistar og íþróttamanni í Hannesarholti.
1.19 mín.

01h Tilkynning um rannsókn vegna þjónustu við sjónskerta eldri borgara.
1.19 mín.

01i Styrktarsjóður Richards P. Theodórs og Dóru Sigurjónsdóttur auglýsir eftir styrkumsóknum.
1.13 mín.

Efni úr ljósvakamiðlum um blint og sjónskert fólk:

02 Um leiðsöguhunda og notkun þeirra.
Rætt við Þorkel Jóhann Steindal og Lilju Sveinsdóttur, en þau eru bæði leiðsöguhundanotendur. Þá er rætt við Björk Arnardóttur hjá Þjónustu og þekkingarmiðstöðinni. Birt með leyfi Morgunblaðsins.
mbl.is 12. maí.
5.48 mín.

03 Theodór Birgir Kristinsson og Katla systir hans voru í fréttum Ríkissjónvarpsins 20. apríl sl.
Theodór er ungur maður í Blindrafélaginu, góður píanóleikari og Katla systir hans er upprennandi söngkona, nú 10 ára gömul. Hana dreymir um að taka þátt í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.
2.59 mín.

04 Rætt við Hlyn Þór Agnarsson tónlistarmann og félagsmann í Blindrafélaginu í Íslandi í dag, 7. maí. Þar segir hann frá sjálfum sér.
11.59 mín.

Efni frá aðalfundi Blindrafélagsins 11. maí sl.:

05 Setning fundarins, Sigþór U. Hallfreðsson formaður Blindrafélagsins og ágrip af skýrslu formanns.
28.18 mín.

06 Veiting Gulllampans æðsta heiðursmerkis Blindrafélagsins.
Gulllampann fengu: Eiríkur Rögnvaldsson fyrrverandi prófessor, Helga Ólafsdóttir fyrrum forstöðumaður Blindrabókasafns Íslands og Þóra Sigríður Ingólfsdóttir fyrrum forstöðumaður Hljóðbókasafns Íslands.
12.32 mín.

Þrjár ályktanir samþykktar á aðalfundinum:

07a "Evrópska aðgengistilskipunin innleidd á Íslandi".
3.38 mín.

07b "Um ferðafrelsi leiðsöguhunda".
3.09 mín.

07c "Hljóðbókasafn Íslands".
2.50 mín.

Hægt er að hlusta á allan fundinn með að smella hér.

Viðtal:

08 Helga Ólafsdóttir og Gísli Helgason spjalla um upphaf Blindrabókasafnsins, stofnun þess og framgang en þau áttu bæði mikinn þátt í stofnun þess,
Viðtalið var tekið árið 2012 og birtist á Völdum greinum það ár, en þá voru liðin 40 ár frá því að lög voru samþykkt frá Alþingi um stofnun Blindrabókasafns á Íslandi.
Í október á þessu ári 2019 eru liðin 40 ár frá því að þau Helga og Gísli gengu á fund þáverandi menntamálaráðherra og lögðu til að stofnað yrði Blindrabókasafn á Íslandi.
Í spjalli þeirra G. og H. koma fram ýmsar upplýsingar sem hvergi hafa birst áður.
1.15 mín.

09 Lokaorð ritstjóra á undan hljóðritun frá aðalfundinum í heild.
0.23 mín.


Flytjendur efnis auk ritstjóra og Dóru og Karls:
Þorkell Jóhann Steindal, Lilja Sveinsdóttir, Björk Arnardóttir, Theodór Birgir Kristinsson, katla Kristinsdóttir, Hlynur Þór Agnarsson, Sigþór U. Hallfreðsson, Hjörtur H. Jónsson, Eiríkur Rögnvaldsson, Helga Ólafsdóttir, Þóra Sigríður Ingólfsdóttir og fleiri.
Hljóðritað hjá Hljóðbók slf í maí 2019.
Allar hljóðskrár eru á mp3 sniði.
Athugið að fyrir neðan nafn hverrar greinar er lengd hennar í mínútum og sekúndum.
Valdar greinar eru nú gefnar út í Daisy-formi og eru aðgengilegar þannig í Vefvarpi Blindrafélagsins og á geisladiskum sem félagar Blindrafélagsins geta fengið senda sér að kostnaðarlausu.
Þeir sem eru með daisy-spilara eða vefvarpstæki geta farið á milli fyrirsagna með örvalyklum á tækjunum.