Valdar greinar, 18. tölublað 43. árgangs 2018.

Valdar greinar, 18. tölublað 43. árgangs 2018.
Útgefandi: Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi.
Ritstjóri: Gísli Helgason. Ábyrgðarmaður: Sigþór U. Hallfreðsson.
Útgáfudagur 5. október 2018.
Heildartími: 2 klst. og 16 mínútur.
Flytjendur efnis auk ritstjóra, Karls og Dóru:
Hafþór Ragnarsson, Magnús Geir Guðmundsson, Sigþór U. Hallfreðsson, Dagbjört Andrésdóttir, Baldur Snær Sigurðsson, Hlynur Þór Agnarsson, Eyþór Kamban Þrastarson og fleiri af spjallfundinum frá 26. september, og Guðmundur kskúli Jónsson.
Hljóðritað hjá Hljóðbók slf. í september 2018.
Allar hljóðskrár eru á mp3 sniði.
Athugið að fyrir neðan nafn hverrar greinar er lengd hennar í mínútum og sekúndum.
Efnisyfirlit:
01a Kynning og efnisyfirlit
3.37 mín

01b Minningarorð um Harald Örn Haraldsson sem lést 28. september sl.
2.47 mín.

Tilkynningar og fréttnæmt efni:
01c Tilkynning um alþjóðlega sjónverndardaginn 11. október nk.
0.58 mín.

01d Mexikókvöld á vegum skemmtinefndar félagsins 26. október.
0.31 mín.

01e Prjónakaffi 16. október
0.19 mín.

01f Sjóðurinn Blind börn á Íslandi auglýsir eftir styrkumsóknum.
1.11 mín.

01g "Allir geta spilað á blokkflautu" Blokkflautunámskeið á vegum tómstundanefndar.
1.11 mín.

01h Auglýsing um kajakferð á vegum tómstundanefndar.
0.40 mín.

01i Blindravinnustofan leitar að fólki til þess að selja vörur vinnustofunnar í gegnum síma.
0.27 mín.

01j Kostatilboð á jólakortum Blindrafélagsins.
1.04 mín.

Viðtal:
02 Rætt við Magnús Geir Guðmundsson skáld á Akureyri. Magnús er félagsmaður í Blindrafélaginu og er nýlega búinn að senda frá sér fjórðu ljóðabók sína, Limrufjör. Magnús segir frá ljóðabókinni og örlítið af sjálfum sér. Viðtalið var hljóðritað í gegnum síma.
9.10 mín.

03 Hafþór Ragnarsson kynnir nýjar hljóðbækur frá Hljóðbókasafni Íslands.
25.18 mín.

04 Hljóðritun frá spjallfundi á vegum stjórnar Blindrafélagsins 26. september sl.
Þar var rætt um punktaletursnótur og hvort fólk sem væri með t. d. heilatengda sjónskerðingu gæti nýtt sér punktaletursnótur með því að þjálfa upp lestur með fingrunum og hugsanlega skapa svokallað fingraminni.
51.10 mín.

05 Rætt við Guðmund Skúla Johnsen stjórnmálafræðing og formann Félags lesblindra á Íslandi.
Guðmundur segir frá félaginu og tilgangi þess. Þá fjallar hann um lesblindu og segir frá því hvernig hann hefur tekist á við hana.
37.55 mín.

06 Lokaorð ritstjóra.
0.10 mín.