Á degi hvíta stafsins, 15. október sem er alþjóðlegur baráttudagur blindra og sjónskertra, áttu Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins, og Kristinn Halldór Einarsson, framkvæmdastjóri félagsins, fund með Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, þar sem ráðherra var afhent skýrsla um hag af atvinnuþátttöku blindra og sjónskertra einstaklinga.
Skýrslan er ákall Blindrafélagsins til Alþingis vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á fjárveitingum til Sjónstöðvarinnar.
Skýrsluna má nálgast hér.