Amazon Kindle rafbækur mismuna nemendum; gætu fært aðgengi blindra og sjónskertra aftur um áratugi.

Grein eftir Birkir Rúnar Gunnarsson aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins á sviði upplýsingatækni.

Amazon Kindle rabækur mismuna nemendum, gætu sett aðgengi blindra og sjónskertra aftur um áratugi.
Birkir R. Gunnarsson

Þann 10. janúar siðast liðinn birtust greinar á helstu fjölmiðlum landsins um spennandi tilraunaverkefni í 9. Bekk Vogaskóla. Nemendur þar fengu í hendur Amazon Kindle lesbretti og er ætlunin að námsbækurnar þeirra verði á rafrænu formi (rafbækur) í stað venjulegra bóka. Vissulega er þetta spennandi verkefni og merki um hvað koma skal, en val á bókaformi og lestækjum veldur Blindrafélaginu miklum áhyggjum.

Amazon Kindle Lesbrettin mismuna nefnilega nemendum með því að bjóða ekki upp á lestur með talgervli í öllum valmyndum, enginn stuðningur fyrir punktaletursskjái er fyrir hendi og ekki er hægt að kaupa og hala niður bókum á lesbrettin án þess að sjá á skjáinn. Þess fyrir utan geta höfundar bóka beðið Amazon að slökkva á öllum hljóðlestri verka sinna á lesbrettunum og hafa bæði fjölmargir höfundar og útgefendur valið þann kost. Jafnvel þó höfundar leggi blessun sinna yfir rafrænan lestur bjóða Amazon Kindle tækin ekki upp á innsetningu nýrra talgervla á erlendum tungumálum svo einungis er hægt að hlusta á bækur á ensku. Að lokum má benda á að rafbækur frá Amazon koma á formi sem kallast KF, eða Kindle Format. Ekki er hægt að lesa þessar bækur á neinum snjallsímum eða öðrum tækjum nema með hugbúnaði frá Amazon, og því er ekki hægt að spila Amazonbækur á aðgengilegri vélbúnaði.

KindleVegna alls þessa hafa hagsmunasamtök blindra og sjónskertra í Bandaríkjunum kært þá skóla sem reynt að innleiða Amazon Kindle og Amazon rafbækur. Hafa málaferlin m.a. komið í veg fyrir innleiðingu þeirra í skólum á borð við Arizona State University. Banaríska menntamálaráðuneytið hefur einnig skrifað opið bre´f til allra skóla í landinu þar sem mælst er til að ekki sé tekin upp tækni sem mismunar nemendum, enda sé það andstætt bandarískum lögum sem tryggja jafn aðgengi allra að tækninýungum í kenslustarfinu.
Sama ætti að gilda hér á landi, enda telst aðgengi að upplýsingum og menntun til grundvallarmannréttinda fatlaðra skv. 21. Og 24. greinum Sáttmála Sameinuðuþjóðanna um re´ttindi fatlaðs fólks, samning sem Ísland hefur skrifað undir.

Óaðgengilegar rafbækur eru að mörgu leyti verri viðureignar en prentaðar bækur. Hægt er að breyta prentuðum bókum í rafrænan texta með því að skanna þr inn í tölvu eða snjallsíma. Ef um einfaldar bækur er að ræða með litlu myndefni eða stærðfræði tekur slíkt oft ekki nema einn eða tvo daga. Þetta er hins vegar ekki hægt að gera með rafbækur nema með því að prenta þær út fyrst (ef slíkt er leyfilegt) og skanna svo inn útprentunina. Því geta slíkar bækur sett blinda nemendur í verri aðstöðu en þeir eru í í dag, og gert þeim enn efiðara um vik að stunda nám og störf á jafnréttisgrundvelli.

Rafbækur geta gjörbreytt möguleikum blindra og sjónskertra, fólks með lesblindu og annarra fötlunarhópa til að tileinka sér upplýsingar á sama grundvelli og aðrir. Þegar um venjulega bók er að ræða tekur oft tía að snúa henni á rafrænt eða aðgengilegt form, og því dragast nemendur oft aftur úr meðan verið er að vinna bókina. Með tilkomu aðgengilegrar rafbókar má þurrka út þennan biðtíma og tryggja að nemendur hefji nám á fyrsta kennsluegi. Tæknin er þegar fyrir hendi í formi staðals sem kallast EPUB3 en að honum koma fyrirtæki á borð við Adobe, Sony, Kobo, Google, Apple og fleiri. Búist er við að tugir nýrra lesbretta komi á markaðinn á þessu ári, svo það er til ógrynni valkosta sem ekki reiða sig á óaðgengilega tækni Amazon.
Amazon hefur því miður hingað til bæði neitað að taka þátt í EPUB3 staðlinum og að bæta aðgengi lesbretta sinna, og því er það meiriháttar áhyggjuefni að Amazon Kindle lesbretti og rafbækur hafi orðið fyrir valinu í þessu annars ágæta tilraunaverkefni Vogaskóla.
Mælist Blindrafélagið til þess að réttindi allra til lestrar og upplýsingaaðgengis sé hafður að leiðarljósi við rafbókavæðingu hér á landi, og að menn taki höndum saman og gæti þess að tækniframfarir, hvort sem er í skólakerfinu eða annars staðar, verði öllum til góða, ekki bara hinum dæmigerða nemanda.



Birkir Rúnar Gunnarsson
Aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins á sviði upplýsingatækni.