Blindrafélagið leitar að starfsmanni í afgreiðslu félagsins.

Blindrafélagið leitar eftir starfsmanni í hálft starf í afgreiðslu félagsins. Vinnutími þarf að vera sveigjanlegur og taka mið af álagstímum í afgreiðslunni.

Helstu verkefni:

  • Símasvörun og móttaka gesta á skrifstofu og afgreiðsla í verslun.
  • Sala á vörum og þjónustu.
  • Bókanir á skammtímaleigu íbúða til félagsmanna og sal félagsins.
  • Móttaka greiðslna, reikningagerð, uppgjör og pantana.
  • Birgðaumsjón og innkaup fyrir verslun.

Hæfniskröfur:

  • Almenn tölvukunnátta og þekking á Microsoft hugbúnaði nauðsynleg.
  • Reynsla af þjónustu- eða afgreiðslustörfum æskileg.
  • Kunnátta á DK eða önnur viðskiptakerfi kostur.
  • Jákvæðni, stundvísi og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Tala og skrifa góða íslensku. Góð ensku kunnátta er kostur.

Afgreiðsla og verslun félagsins er opin milli 9:00 og 16:00 alla virka daga.

Umsóknarfrestur er til 27. september kl. 12:00 á hádegi.

Umsóknir skal senda á framkvæmdastjóra Blindrafélagsins, Kristinn Halldór Einarsson, á netfangið khe@blind.is.