Blindrafélagið og Kópavogsbær endurnýja ferðaþjónustusamning.

Á myndinni sést Ármann Kr. Ólafsson ásamt Sigþóru Hallfreðssyni skrifa undir samning. Verk eftir Gerði Helgadóttur í bakgrunni.
Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi og Kópavogsbær, hafa endurnýjað ferðaþjónustusamning sem gerður var til eins árs í fyrra til næstu þriggja ára.
Samningurinn felur í sér að Blindrafélagið tekur að sér að veita ferðaþjónustu þeim einstaklingum með lögheimili í Kópavogi sem eru blindir og geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur vegna fötlunar sinnar. Tilgangurinn er að gera þeim kleift að leggja stund á nám, sækja vinnu, heilbrigðisþjónustu, æfingu og endurhæfingu og taka þátt í tómstundum. Blindrafélagið er í samstarfi við Hreyfil um að veita þessa þjónustu og er hún tiltæk hvenær sem er, alla daga ársins og allan sólahringinn, þó niðurgreiðsla Kópavogsbæjar nái eingöngu til ferða sem farnar eru á tímabilinu 06:30 – 24:00.
 
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs lýsti ánægju með endurnýjun samningsins og sagði að almenn ánægja væri með ferðaþjónustuna meðal notenda og aðstandenda. Sigþór U. Hallfreðsson formaður Blindrafélagsins tók undir þetta og sagði að hjá Blindrafélaginu væri sömu sögu að segja.
 
Frekari upplýsingar um Ferðaþjónustu Blindrafélagsins: https://www.blind.is/is/thjonusta/ferdathjonusta