Laban, Lubbe og Leffe

Á degi Hvíta stafsins, þann 15. október síðastliðinn komu til landsins þrír bræður á vegum Blindrafélagsins. Erindi þeirra bræðra er að verða blindum einstaklingum til aðstoðar næstu árin. Bræðurnir eru frá Svíþjóð þar sem þeir hafa fengið þjálfun sem leiðsöguhundar fyrir blinda. Þeir eru um tveggja ára gamlir Labrador hundar og heita Laban, Lubbe og Leffe. Áður en þeir bræður hitta samstarfsfélaga sína þá þurfa þeir að afplána 4 vikna sóttkví í einangrunnarstöðinni Móseli. Hér má sjá tengla inn á vefmyndavélar í búrum þeirra bræðra.
http://ipcamlive.com/5bc39d9619dbe
http://ipcamlive.com/5bc39f6d5d658